Snyrtileikinn 2024 –  viðurkenning fyrir framlag til fegrunar  

Fréttir

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og allra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir metnaðarfullt framlag til umhverfismála og fegrunar bæjarins og geta viðurkenningar náð bæði til einstaklinga sem hreinsa og fegra umhverfi sitt af hugsjón sem og til eigenda lóða og ákveðinna svæða í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir meðal annars á innsendum tillögum.

Metnaðarfullt framlag til umhverfismála og fegrunar nærumhverfisins  

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og allra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir metnaðarfullt framlag til umhverfismála og fegrunar bæjarins og geta viðurkenningar náð bæði til einstaklinga sem hreinsa og fegra umhverfi sitt af hugsjón sem og til eigenda lóða og ákveðinna svæða í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir meðal annars á innsendum tillögum og eru öll áhugasöm hvött til að senda inn tilnefningar í gegnum vef bæjarins fyrir 1. september nk. 

Opið fyrir víðtækari tilnefningar  

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur um árabil veitt viðurkenningar fyrir fallega garða, falleg og snyrtileg hús, fallegar nýbyggingar eða götumyndir sem og atvinnuhúsalóðir sem þykja til fyrirmyndar. Í ár er opið fyrir víðtækari tilnefningar því fegurðin leynist sannarlega víða; bæði í umhverfinu og ekki síst í fólkinu sjálfu og framtaki þess til umhverfismála. Gaman væri að fá inn fjölbreyttar tillögur sem taka á framlagi fólks og fyrirtækja og er til þess fallið að vera öðrum til hvatningar.  Margt smátt gerir eitt stórt.  

Frestur til tilnefninga er til og með 1. september  

Val til viðurkenninga byggir meðal annars á innsendum tillögum og eru íbúar, gestir, starfsfólk fyrirtækja og stofnana í Hafnarfirði og aðrir áhugasamir hvattir til að benda á þau og það sem best þykir á sviðu umhverfismála. Tilnefningum má skila í gegnum skráningarformið hér fyrir neðan en einnig er hægt að senda tilnefningar á netfangið: ingibjorgs@hafnarfjordur.is. Viðurkenningar verða veittar við hátíðlega athöfn í Hellisgerði í september.  

Snyrtileikiinn

Tilnefningar fyrir snyrtileika 2024

Ábendingagátt