Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fyrirtækin Héðinn, Krónan og Te og kaffi þykja góðar fyrirmyndir í snyrtimennsku og almennri umgengni. Stjörnugatan er Gauksás 39-65 þar sem íbúar hafa í samstarfi sínu skapað snyrtilega og fallega götuásýnd. Eigendur garða við Brekkugötu 25, Dvergholt 15, Fléttuvelli 29 og Hringbraut 29 fengu viðurkenningu fyrir fjölbreytni í gróðri, góða hirðingu, snyrtimennsku og metnað í garðyrkjustörfum sínum.
Fjöldi ábendinga frá bæjarbúum og starfsmönnum fyrirtækja í Hafnarfirði barst þegar óskað var eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð lóða, garða og gatna í sveitarfélaginu. Fyrirtækin Héðinn, Krónan og Te og kaffi þykja góðar fyrirmyndir fyrirtækja í snyrtimennsku og almennri umgengni. Stjörnugatan er Gauksás 39-65 þar sem íbúar hafa í samstarfi sínu skapað snyrtilega og fallega götuásýnd.
Hafnarfjarðarbær leitaði fyrr í sumar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Í dag voru viðurkenningarnar veittar við hátíðlega athöfn í húsnæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Eigendur garða við Brekkugötu 25, Dvergholt 11, Fléttuvelli 29 og Hringbraut 39 fengu viðurkenningu fyrir fjölbreytni í gróðri, góða hirðingu, snyrtimennsku og metnað í garðyrkjustörfum sínum. Þá fékk fjölbýlishúsið við Hringbraut 2a, 2b og 2c viðurkenningu fyrir snyrtilegt útisvæði sem greinilega hefur verið byggt upp og við haldið í samstarfi áhugasamra nágranna. Gauksás 39-65 þykir fallegasta gatan í Hafnarfirði og hefur hlotið nafnbótina Stjörnugatan. Þar hafa íbúar lagt metnað í að ganga snyrtilega frá lóðum sínum.
Fjögur fyrirtæki verðlaunuð fyrir góða umgengni og framlag til umhverfismála
Fyrirtækið Héðinn hefur lagt mikinn metnað í góðan frágang á lóð sinni að Gjáhellu 4 og þykir til fyrirmyndar hvað varðar snyrtileika á lóð á skilgreindu iðnaðarsvæði. Héðinn er að fá verðlaun fyrir framlag sitt til fegrunar á atvinnusvæði í annað sinn. Te og Kaffi er dæmi um annað hafnfirskt fyrirtæki sem hefur með samfélagshugsun sinni og framkvæmdagleði breytt iðnaðarumhverfi með undraverðum hætti og gert það snyrtilegt í samstarfi við nágrannafyrirtæki sín. Krónan er þriðja fyrirtækið sem hlaut í dag viðurkenningu Hafnarfjarðarbæjar. Krónan hefur byggt upp nýja verslun við Flatahraun í Hafnarfirði. Búðin byggðist upp á ótrúlegum hraða og þykir frágangur á lóð og aðgengi fyrir viðskiptavini til fyrirmyndar. Krónan er fyrsta verslunin í Hafnarfjarðarbæ sem setur upp græn bílastæði með hleðslustaurum fyrir gesti sína, öll stæði eru vel merkt og gönguleiðir að verslun skýrar.
Með þessum viðurkenningum vill Hafnarfjarðarbær vekja áhuga almennings á fegrun umhverfis innan bæjarins með því að beina athyglinni að þeim sem til fyrirmyndar teljast og ættu þannig að vera öðrum hvatning til framkvæmda.
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið og Hafnarborg yfir hátíðarnar. Einnig finna upplýsingar um sorphirðu.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…