Snyrtileikinn verðlaunaður

Fréttir

Hafnarfjarðarbær leitaði fyrr í sumar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Í síðustu viku voru viðurkenningarnar veittar við hátíðlega athöfn í húsnæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

Hafnarfjarðarbær leitaði fyrr í sumar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð eigna, garða og gatna í Hafnarfirði. Á fimmtudaginn sl. 31. ágúst voru viðurkenningarnar veittar við hátíðlega athöfn í húsnæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Alls bárust 18 ábendingar frá bæjarbúum varðandi fallegasta garðinn, fallegustu götuna eða stíginn og einnig bárust tilnefningar varðandi fallegar lóðir hjá félagasamtökum. Nefndin hefur fór vandlega í gegnum allar ábendingar og valið eftirfarandi garða, fjölbýlishúsalóð og snyrtilegustu fyrirtæki. 

Eigendur garða við Lindarberg 82, Fjóluhlíð 12, Lækjargötu 12b, Öldugötu 6, Hafravöllum 5 og Ölduslóð 9 fengu viðurkenningu fyrir fjölbreytni í gróðri, góða hirðingu, snyrtimennsku og metnað í garðyrkjustörfum sínum.

Þá fékk fjölbýlishúsið við Hraunvang 1-3  viðurkenningu fyrir mjög fallegar og snyrtilegar lóðir þar sem hraunið fær notið sín.  Aðgengi þykir gott og notendavænt fyrir íbúa, góðar gönguleiðir og rými til að setjast niður og njóta sólar og útsýnis.

Golfklúbburinn Keilir fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóðina hjá félagasamtökum. Að mati dómnefndar er aðkoman virkilega falleg og snyrtileg með velhirtum gróðurbeðum og almennri snyrtimennsku.  Hér hefur verið lagt mikið uppúr að hirða græn svæði umhverfis húsið vel og leyfa náttúrunni að njóta sín samhliða. Fjölbreytni í gróðri.   Almennt er allur völlurinn vel hirtur og til mikillar fyrirmyndar.

Þá var St. Georgsgildið, skátaskálinn við Hvaleyrarvatn einnig verðlaunaður fyrir snyrtilegustu lóðina hjá félagasamtökum. þar sagði dómnefnd í umsögn sinni að mikil snyrtimennska og alúð væri lögð við skálann og umhverfi hans. Skemmtilegar leikjaflatir i skóginum og yndislegt útsýni yfir Hvaleyrarvatn.  

Með þessum viðurkenningum vill Hafnarfjarðarbær vekja áhuga almennings á fegrun umhverfis innan bæjarins með því að beina athyglinni að þeim sem til fyrirmyndar teljast og ættu þannig að vera öðrum hvatning til framkvæmda. 

 

Ábendingagátt