Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Héðinn þykir góð fyrirmynd fyrirtækja í snyrtimennsku og almennri umgengni. Starfsmenn líta á snyrtimennsku sem góða fjárfestingu og telja það afar mikilvægt að hafa góða reglu á hlutunum. Fyrirtækið fékk á dögunum viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ fyrir snyrtileika.
Þegar Héðinn flutti starfsemi sína í Gjáhelluna í árslok 2008 var tekin sú ákvörðun að vanda sem best til umhirðu og stuðla að snyrtimennsku á lóð fyrirtækisins. Það átti ekki bara við um framhliðina sem snýr að viðskiptavinum, heldur ekki síður baklóðina. „Lóðin er 30 þúsund fermetrar og mikilvægt að hafa þar allt í röð og reglu til að koma verkefnum og búnaði fyrir á aðgengilegan hátt. Það sparar tíma og eykur skilvirkni og yfirsýn og dregur úr sóun. Segja má að snyrtimennskan sé mjög góð fjárfesting“ segir Ragnar Sverrisson framkvæmdastjóri Héðins. Fyrir mörgum eru alls konar málmhlutir og tækjabúnaður kannski ekkert augnayndi en með góðu skipulagi má gera gott úr því. Að framanverðu er þó ekkert slíkt að sjá og þar er reynt eftir fremsta megni að fegra umhverfið með góðri umgengni og gróðri. Ragnar segir að miklu hafi skipt að Ask arkitektar, sem hönnuðu húsið við Gjáhellu, hafi lagt áherslu á landslagið og umhverfi þess. Grasflatir með trjám eru við húsið að framanverðu og fallegur trjálundur við eitt hornið. Einnig er lagt upp úr fallegri aðkeyrslu. „En svona stór lóð verður ekki snyrtileg af sjálfu sér og við hjá Héðni erum svo heppin að einn starfsmanna fyrirtækisins, Jón Magnús Kristjánsson, sinnir því verkefni af mikilli alúð meðfram öðrum störfum hjá fyrirtækinu.“ Ragnar segir það enga spurningu að fallegt, skipulagt og snyrtilegt umhverfi á þessari stóru iðnaðarlóð hafi mjög jákvæð áhrif. „Þetta smitar út til starfsmanna. Það er auðvelt að detta í það að skilja tæki og búnað eftir sig hvar sem er á lóðinni, en á endanum yrði það alveg skelfilegt. Þess vegna skiptir svo miklu máli að hafa góða reglu á hlutunum. Og þetta hefur líka áhrif á umgengnina innanhúss. Gagnvart viðskiptavinum skiptir auðvitað miklu máli hvaða mynd fyrirtæki gefa af sér. Ef það er allt í drasli og vanhirðu, hvers á viðskiptavinurinn þá að vænta? Það segir sig sjálft að snyrtimennska, umhirða og virðing fyrir umhverfinu skilar sér margfalt til baka“ segir Ragnar.
Viðtal við Ragnar Sverrisson birtist í Fjarðarfréttum fimmtudaginn 15. september 2016.
Fyrirtækin Héðinn, Krónan, Te & kaffi þykja góðar fyrirmyndir fyrirtækja í snyrtimennsku og almennri umgengni. Þau fengu á dögunum viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ fyrir snyrtileika. Með þessum viðurkenningum vill Hafnarfjarðarbær vekja áhuga almennings á fegrun umhverfis innan bæjarins með því að beina athyglinni að þeim sem til fyrirmyndar teljast og ættu þannig að vera öðrum hvatning til framkvæmda.
Dagana 15. – 30. september stendur hafnfirskum fyrirtækjum til boða að skila timbri og járni í þar til gerða gáma á þremur stöðum í Hafnarfirði. Með þessu vill Hafnarfjarðarbær færa þjónustuna nær fyrirtækjunum og hvetja þannig fleiri til þátttöku í því að gera iðnaðarhverfin í Hafnarfirði snyrtilegri. Hrein ásýnd hefur áhrif á upplifun og viðskipti og beint framlag allra fyrirtækja skiptir miklu máli fyrir ásýnd atvinnu- og iðnaðarhverfa í Hafnarfirði.
Sjá kort með staðsetningu gáma hér
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…