Söfn bæjarins eru opin en viðburðum frestað

Fréttir

Söfn Hafnarfjarðarbæjar, Bókasafn, Byggðasafn og Hafnarborg halda óbreyttum opnunartíma þrátt fyrir samkomubann en boðuðum viðburðum verður aflýst eða frestað, svo sem leiðsögnum, listasmiðjum og málþingum, á meðan samkomubannið er í gildi. Á söfnum hafa gestir tækifæri til að hafa hæfilega fjarlægð sín á milli.

Söfn Hafnarfjarðarbæjar, Bókasafn Hafnarfjarðar, Byggðasafn og Hafnarborg halda óbreyttum opnunartíma þrátt fyrir samkomubann en boðuðum viðburðum hefur verið aflýst eða frestað, svo sem leiðsögnum og listasmiðjum, á meðan samkomubann er í gildi. Í Hafnarborg hafa yfirstandandi sýningar verið framlengdar. Sem fyrr verður allt kapp lagt á að taka vel á móti öllum gestum en jafnframt tryggt að fjöldi þeirra fari ekki yfir fjöldatakmarkanir. Gestir fá tækifæri til að hafa hæfilega fjarlægð sín á milli og er aðgangur nú sem fyrr ókeypis. 

Áhersla lögð á aukin þrif

Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif í söfnum bæjarins umfram venjubundna ræstingu. Snertifletir eru sérstaklega hreinsaðir að lágmarki tvisvar á dag, svo sem handrið, posar, snertiskjáir og hurðarhúnar, auk þess sem bókakápur, leikföng og annað sem handfjatlað hefur verið er hreinsað sérstaklega. Samhliða er áhersla lögð á að tryggja gott aðgengi að handspritti, fyrir gesti og starfsfólk.

Enn stefnt að Björtum dögum í apríl 

Engin hátíð á vegum bæjarins er á dagskrá á næstu fjórum vikum og er enn gengið út frá því að safnhátíðin Bjartir dagar mun færa Hafnfirðingum og vinum Hafnarfjarðar sól og sumaryl og gleði í hjarta en hátíðin hefst síðasta dag vetrar ár hvert.

Ábendingagátt