Söfnin lokuð til 19. október

Fréttir

Söfnin í Hafnarfirði verða lokuð frá og með 8. október til og með 19. október í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna COVID-19.

Söfn Hafnarfjarðarbæjar; Byggðasafn Hafnarfjarðar, Bókasafn Hafnarfjarðar og Hafnarborg, verða lokuð frá og með 8. október til og með 19. október í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid19 faraldursins og öllum viðburðum hefur verið frestað eða aflýst.

Starfsfólk mun nýta tímann til að huga að safneign, breytingum og öðru innra starfi á meðan og hlakkar til að taka á móti gestum á ný þegar söfnin verða opnuð aftur. Gildistími bókasafnsskírteina framlengist sem nemur lokun Bókasafnsins og ekki verða lagðar sektir á safnkost á tímabilinu.

Nánari upplýsingar um söfnin og starfsemi þeirra má finna á heimasíðum þeirra

 

 

Við erum öll almannavarnir!

Ábendingagátt