Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Verk Ísabellu, Mörtu Ísabel og Þorbjörgu Heklu stóðu upp úr 109 verkum í sumarlestrar-fjársjóðsleit Bókasafns Hafnarfjarðar og skólabókasafnanna.
Ísabella Magna í Engidalsskóla, Marta Ísabel úr Áslandsskóli og Þorbjörg Hekla, Víðistaðaskóla, fengu á dögunum verðlaun fyrir eftirtektarverð verk úr sumarlestrar-fjársjóðsleit Bókasafns Hafnarfjarðar og skólabókasafnanna.
Ísabella samdi söguna Bölvaði Pizzastaðurinn, Marta Ísabel samdi Vorið og Þorbjörg Hekla söguna Brjálaðir tómatar. Verkin, ásamt þeim sextán frambærilegustu, eru aðgengileg öllum sem vilja skoða þau á fyrstu hæð bókasafnsins.
Valdimar Víðisson, bæjarstjóri, óskaði vinningshöfunum til hamingju á staðnum og hélt litla tölu. „Sumarlesturinn var með nýju sniði í ár. Mjög áhugavert og gaman að sjá hve mörg börn tóku þátt og lögðu sig fram,“ segir hann.
„Lestur er gífurlega mikilvægur og brýnt að börnin lesi yfir sumartímann svo þau missi ekki niður þá lestrarfærni sem þau hafa tileinkað sér í skólanum. Sumarlesturinn hjá bókasafninu er mikilvægt innlegg í það verkefni að fá börnin til að lesa. Ég þakka starfsfólki kærlega fyrir að skipuleggja þetta og óska svo öllum þeim sem tóku þátt til hamingju.“
Athöfnin var afar hlýleg og lágstemmd á Bókasafninu. Þar komu fjölskyldur vinningshafa saman sem og starfsfólk bókasafnsins og fögnuðu uppskerunni.
Sumarlesturinn 2025 gekk út á að hvetja nemendur til að senda inn ljóð og örsögur. Alls bárust 109 gild verk innan tímafrests frá 107 þátttakendum. Þau voru plöstuð inn og komið fyrir víðsvegar um bæinn. Mörg hafið eflaust rekið augun í skær plöstuð spjöld víðsvegar um bæinn í sumar. Spjöldin urðu uppspretta að skemmtilegum könnunarleiðangri um bæinn.
Hugrún Margrét, deildastjóri barna-og ungmennadeilda á Bókasafni Hafnarfjarðar, segir hafa verið kominn tími á breytingar á formi sumarlestursins. Unnið hafi verið með skólabókasöfnunum í ár og innsendingarkössum komið þar fyrir. Skólabókasafnsfræðingarnir hafi svo hvatt bæði kennara og nemendum til þátttöku.
„Þau eru allt skólaárið að skrifa niður hvað þau lesa. Mig langaði því að vera gagnvirkari og heyra raddir þeirra. Þetta var líka kjörið tækifæri til að dreifa barnamenningu um bæinn okkar,“ segir Hugrún Margrét um nýja fyrirkomulagið.
„Við sjáum á sögunum að krakkar taka eftir því sem gerist í kringum þau. Það er svo gaman að sjá það. Lesa má sögu þar sem Elon Musk dúkkar upp, endurvinnsla, hellisbúar, bæjarstjórinn. Það var virkilega gaman að fá svona innsýn,“ segir hún. Ljóð hafi líka ratað í keppnina í ár.
„Eitt tregaljóð er mjög eftirminnilegt. Það fjallaði um missi og gefur afar góða innsýn inn í huga- og tilfinningalíf barns.“
Já, þetta er sannkölluð uppskera. Innilega til hamingju öll. Endilega kíkið á bókasafnið okkar og njótið afrakstur sumarsins.
Gunnari Týr, bróðir Ísabellu sem forfallaðist, Marta Ísabel úr Áslandsskóli og Þorbjörg Hekla, Víðistaðaskóla, ásamt bæjarstjóra.
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…
Aron Pálmarsson stendur vaktina í Jólaþorpinu í ár. Hættur í boltanum og kominn í bakkelsið. Hann hlakkar til að hitta…
Mynd með Sveinka, dönsum með VÆB-bræðrum, fáum okkur kakó og góðgæti. Frábært verður að staldra við í glerhúsunum á Thorsplani,…
Fáni Bandalags kvenna í Hafnarfirði var vígður við gleðilega stund í Kiwanishúsinu í gær. Sex kvenfélög eiga aðild að þessum…