Sól stígur inn í hafnfirsku jólastemninguna í fyrsta sinn

Fréttir Jólabærinn

„Við erum að skapa hefðir og prófa okkur áfram. Við viljum taka þátt í hafnfirsku jólastemningunni,“ segir Guðrún Böðvarsdóttir einn eigenda Sólar veitingastaðarins í Hafnarfirði sem opnaði um miðjan ágúst

Sól í aðdraganda jólanna

„Við erum að skapa hefðir og prófa okkur áfram. Við viljum taka þátt í hafnfirsku jólastemningunni,“ segir Guðrún Böðvarsdóttir einn eigenda Sólar veitingastaðarins í Hafnarfirði sem opnaði um miðjan ágúst. Tvenn hjón eiga staðinn sem vakið hefur mikla eftirtekt, staðsettur í gróðurhúsi á hafnarbakkanum, einstakur.

„Jólabrunch og sérstakur kvöldseðill,“ segir Guðrún að verði stefið fyrir jólin en staðurinn er opinn miðvikudaga til sunnudags. „Við erum í samstarfi við Bæjarbíó fyrir þessi jól og bjóðum Jóla Hólm-seðil, fyrir þá gesti sem vilja borða fyrir uppistandssýninguna hans Sóla.  Við pössum svo að fólk fari mett á réttum tíma á sýninguna.“

Veitingastaðurinn Sól hefur fengið frábærar viðtökur. „Við finnum miklar og góðar undirtektir hjá Hafnfirðingum og gestum okkar.“ Staðurinn þróist nú fyrstu vikurnar.

„Við finnum að fólk hefur miklar væntingar þegar það kemur í hús til okkar og við höfum því þróað matseðilinn til að mæta þeim sem allra best.“

 

Myndatexti:

Tvenn hjón eiga Sól veitingastaðinn, Guðrún Böðvarsdóttir og Brjánn Guðjónsson með þeim Sölva Steinari Jónssyni og Björk Bjarnadóttur.

Jólablað Hafnarfjarðar 2024 – vefútgáfa:

Ábendingagátt