Sólrík sumarhátíð á Víðistaðatúni

Fréttir

Veðrið lék við unga hátíðargesti þegar sumarhátíð sumarfrístundar Hafnarfjarðarbæjar var haldin á Víðistaðatúni í veðurblíðu í vikunni. Næsta vika er síðasta vikan þar sem allir starfstaðir, þ.e. frístundaheimili allra grunnskólanna, eru opnir en frá og með 3.júlí til 21.júlí og dagana 9. – 21. ágúst verður boðið upp á tvö miðlæg námskeið

Skemmtun við hopp, leiki og siglingar

Veðrið lék við unga hátíðargesti þegar sumarhátíð sumarfrístundar Hafnarfjarðarbæjar var haldin á Víðistaðatúni í veðurblíðu í vikunni. Börn 7-9 ára, sem sóttu sumarfrístund á vegum frístundaheimilanna, voru þar samankomin ásamt leiðbeinendum sínum og starfsfólki Vinnuskóla Hafnarfjarðar til að skemmta sér við hopp, leiki og siglingar. Krakkarnir léku sér á bátum á tjörninni, fóru í ýmsa leiki og gæddu sér á grilluðum pylsum. Listahópur vinnuskólans kom og skemmti börnunum með leikjum, söng og sprelli. Hátíðin fór vel fram í paradísinni á Víðistaðatúni.

Næsta vika er síðasta vikan þar sem allir starfstaðir, þ.e. frístundaheimili allra grunnskólanna, eru opnir en frá og með 3.júlí til 21.júlí verður boðið upp á tvö miðlæg námskeið. Svo tekur við stutt sumarfrí og verður aftur opnað fyrir tvö miðlæg námskeið frá 9.- 21.ágúst fyrir börn á aldrinum 7-9 ára.

Upplýsingar um miðlæg námskeið

Dagana 3. – 21.júlí
Skarðshlíðarskóli – Skarðssel
Lækjarskóli – Lækjarsel

Dagana 9.- 21.ágúst
Áslandsskóli/Ásvallalaug – Tröllaheimar
Engidalsskóli – Álfakot

Skráning í sumarfrístund fer fram hér

Ábendingagátt