Sönghátíð í Hafnarborg

Fréttir

Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin í sjötta sinn dagana 18. júní–10. júlí 2022. Hátíðin er helguð klassískri tónlist, ljóða-, óperu- og kórsöng.

Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin í sjötta sinn dagana 18. júní–10. júlí 2022. Hátíðin er helguð klassískri tónlist, ljóða-, óperu- og kórsöng. Þá er markmið hátíðarinnar að heiðra klassíska söngtónlist og auka almenna þekkingu á list raddarinnar með tónleikum og námskeiðahaldi.

Á Sönghátíð í Hafnarborg í ár verður boðið upp á átta tónleika með framúrskarandi söngvurum og hljóðfæraleikurum, auk margvíslegra námskeiða fyrir börn og fullorðna, leika sem lærða. Stofnendur og stjórnendur Sönghátíðar eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, og Francisco Javier Jáuregui, gítarleikari. Miðasala er hafin á Tix.is

Nánari upplýsingar um Sönghátíð í Hafnarborg, miðasölu, dagskrá og námskeið, má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.songhatid.is. Hátíðin nýtur stuðnings Hafnarfjarðarbæjar.

Tónleikar á
Sönghátíð í Hafnarborg 2022
:

18.6. 17:00 – Meiri
Mozart!
Egill Árni Pálsson tenór, Gunnlaugur Bjarnason baritón,
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópran, Karin Björg Torbjörnsdóttir mezzósópran,
Oddur Arnþór Jónsson baritón, Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópran og Eva
Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja sönglög, aríur og samsöngsatriði úr
óperum eftir W. A. Mozart.

19.6. 17:00 – Barbara
mær.
Barbörukórinn undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar flytur nýja
íslenska kórtónlist.

23.6. 20:00 – Diddú
master class nemendatónleikar.
Nemendur á master class námskeiði
Diddúar flytja sönglög og aríur. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur með á píanó.

24.6. 17:00 – Fjölskyldutónleikar. Jón
Svavar Jósefsson baritón og Kristján Hrannar Pálsson píanóleikari flytja
fjöruga dagskrá. Börn af tónlistar- og myndlistarnámskeiði koma einnig fram.

25.6. 17:00 – Óperugala. Alexander
Jarl Þorsteinsson tenór, Bjarni Thor Kristinsson bassi, Eyrún Unnarsdóttir
sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzósópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari
flytja aríur og samsöngsatriði úr ýmsum ástsælum óperum.

26.6. 17:00 – Ó
eilífi foss sem rambar á fossvegum guðs.
Herdís Anna Jónasdóttir
sópran, Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og CAPUT undir stjórn Guðna
Franzsonar frumflytja nýtt verk eftir Kolbein Bjarnason við ljóð eftir
Steinunni Sigurðardóttur.

2.7. 17:00 – Leiðarljós
– Íslensk einsöngslög.
Diddú (Sigrún Hjálmtýsdóttir) sópran, Guðrún
Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, Kolbeinn Jón Ketilsson tenór, Francisco Javier
Jáuregui gítarleikari og Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari flytja íslensk
einsöngslög eftir fjölmörg tónskáld.

10.7. 17:00 – Hnattferð.
Sonor Ensemble
(strengjakvintett og píanó) sem skipað er
hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Spánar flytur spænska og portúgalska
tónlist. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui
gítarleikari koma fram undir stjórn Luis Aguirre á tónleikum sem innblásnir eru
af fyrstu hnattferð Magellan og Elcano fyrir 500 árum.

Allir tónleikarnir fara fram í aðalsal
Hafnarborgar við Strandgötu 34 í Hafnarfirði.

www.songhatid.is

Ábendingagátt