Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin í sjötta sinn dagana 18. júní–10. júlí 2022. Hátíðin er helguð klassískri tónlist, ljóða-, óperu- og kórsöng.
Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin í sjötta sinn dagana 18. júní–10. júlí 2022. Hátíðin er helguð klassískri tónlist, ljóða-, óperu- og kórsöng. Þá er markmið hátíðarinnar að heiðra klassíska söngtónlist og auka almenna þekkingu á list raddarinnar með tónleikum og námskeiðahaldi.
Á Sönghátíð í Hafnarborg í ár verður boðið upp á átta tónleika með framúrskarandi söngvurum og hljóðfæraleikurum, auk margvíslegra námskeiða fyrir börn og fullorðna, leika sem lærða. Stofnendur og stjórnendur Sönghátíðar eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, og Francisco Javier Jáuregui, gítarleikari. Miðasala er hafin á Tix.is
Nánari upplýsingar um Sönghátíð í Hafnarborg, miðasölu, dagskrá og námskeið, má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.songhatid.is. Hátíðin nýtur stuðnings Hafnarfjarðarbæjar.
Tónleikar á Sönghátíð í Hafnarborg 2022:
18.6. 17:00 – Meiri Mozart! Egill Árni Pálsson tenór, Gunnlaugur Bjarnason baritón, Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað sópran, Karin Björg Torbjörnsdóttir mezzósópran, Oddur Arnþór Jónsson baritón, Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja sönglög, aríur og samsöngsatriði úr óperum eftir W. A. Mozart.
19.6. 17:00 – Barbara mær. Barbörukórinn undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar flytur nýja íslenska kórtónlist.
23.6. 20:00 – Diddú master class nemendatónleikar. Nemendur á master class námskeiði Diddúar flytja sönglög og aríur. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur með á píanó.
24.6. 17:00 – Fjölskyldutónleikar. Jón Svavar Jósefsson baritón og Kristján Hrannar Pálsson píanóleikari flytja fjöruga dagskrá. Börn af tónlistar- og myndlistarnámskeiði koma einnig fram.
25.6. 17:00 – Óperugala. Alexander Jarl Þorsteinsson tenór, Bjarni Thor Kristinsson bassi, Eyrún Unnarsdóttir sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzósópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari flytja aríur og samsöngsatriði úr ýmsum ástsælum óperum.
26.6. 17:00 – Ó eilífi foss sem rambar á fossvegum guðs. Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og CAPUT undir stjórn Guðna Franzsonar frumflytja nýtt verk eftir Kolbein Bjarnason við ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur.
2.7. 17:00 – Leiðarljós – Íslensk einsöngslög. Diddú (Sigrún Hjálmtýsdóttir) sópran, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, Kolbeinn Jón Ketilsson tenór, Francisco Javier Jáuregui gítarleikari og Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari flytja íslensk einsöngslög eftir fjölmörg tónskáld.
10.7. 17:00 – Hnattferð. Sonor Ensemble (strengjakvintett og píanó) sem skipað er hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Spánar flytur spænska og portúgalska tónlist. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari koma fram undir stjórn Luis Aguirre á tónleikum sem innblásnir eru af fyrstu hnattferð Magellan og Elcano fyrir 500 árum.
Allir tónleikarnir fara fram í aðalsal Hafnarborgar við Strandgötu 34 í Hafnarfirði.
www.songhatid.is
Félagsskapur Karla í skúrnum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…