Söngfuglar í Söngkeppni Hafnarfjarðar

Fréttir

Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar var haldin í bæjarbíói þann 9.mars.

Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar var haldin í bæjarbíói þann 9.mars.

Hópur ungra tónlistamanna tók þátt og var keppnin ansi hörð og var valið síður en svo einfalt fyrir dómarana, þau Klöru Ósk Elíasdóttur söngkonu, Andra Ómarsson verkefnastjóra menningar og markaðsmála hjá Hafnarfirði og Helenu Guðjónsdóttur tónmenntakennara í Skarðshlíðarskóla.

Það var mikil stemmning í húsinu og gaman að koma aftur saman á viðburði sem þessum en á síðasta ári fór viðburðurinn fram í streymi með enga áhorfendur.

Félagsmiðstöðvar Hafnarfjarðar hafa haldið Söngkeppni Hafnarfjarðar í fjölda ára. Þar gefst unglingum kostur á að koma fram og syngja fyrir framan jafnaldra sína og bæjarbúa. Sigurvegarar Söngkeppni Hafnarfjarðar vinna sér inn sæti í Söngkeppni Samfés sem haldin verður í lok apríl. Margir af okkar flottustu tónlistarmönnum hafa stigið fyrst á stokk í þeirri keppni. 

Hafnarfjörður á tvö sæti í Söngkeppni Samfés og voru því tveir söngfuglar valdir í fyrsta sæti sem fulltrúar Hafnarfjarðar. Þess má geta að sigurvegari í Söngkeppni Samfés 2021 var hún Viktoría Tómasdóttir úr Vitanum í Lækjarskóla.

IMG_2065

1.sæti Jada úr Nú framsýn menntun með lagið Hero

IMG_2071

1.sæti Kormákur úr Öldunni Öldutúnsskóla með lagið Ómægod ég elska þig

IMG_2074

2.sæti Álfhildur Edda úr Setrinu Setbergsskóla með lagið undir þínum áhrifum (fyrir miðri mynd)

3.sæti voru þær Arndís Dóra (fyrsta frá frá hægri) og Áróra Eyberg (önnur frá hægri) úr Öldunni Öldutúnsskóla með lagið Say something. 

 

 

Allir þátttakendurnir: Áróra (Nú), Arndís Dóra og Áróra Eyberg (Aldan), Áróra (Mosinn), Sunneva Þöll (Setrið), Guðmundur Sölvi (Hraunið), Viktoría og Karen Birna (Ásinn), Kári (Mosinn) Jade (Nú), Svanhildur (Hraunið) Álfhildur Edda (Setrið) og Kormákur (Aldan).

IMG_2095IMG_2085

Ábendingagátt