Sorphirða er enn á eftir áætlun

Tilkynningar

Ófærð og mikill snjór sem féll 17. desember sl. hefur seinkað för og ferðum m.a. vegna sorphirðu innan hverfa bæjarins og er staðan sú að sorphirða er enn a.m.k. þremur dögum á eftir áætlun. Íbúum er heimilt að safna flokkuðum sorppokum í glæra stóra plastpoka við hlið grá- og blátunnum en búast búast má við einhverjum seinkunum fram á nýja árið.

Sorphirða er enn a.m.k. þremur dögum á eftir áætlun

Ófærð og mikill sjór sem féll 17. desember sl. hefur seinkað för og ferðum m.a. vegna sorphirðu innan hverfa bæjarins og er staðn í dagh sú að sorphirða er enn a.n.k. þremur dögum á eftir áætlun. Íbúar eru hvattir til að moka frá sorpgeymslum sínum til að greiða leið sorphirðufólks að gráu og bláu tunnunum þannig að hægt sé að tryggja að þær séu tæmdar. Ef aðgengið að tunnunum er ekki greiðfært þegar sorpbílar eru á ferð um hverfið eru tunnurnar ekki tæmdar fyrr en við næstu losun samkvæmt sorphirðudagatali.

Í ljósi ástandsins er íbúum heimilt að safna flokkuðum sorppokum í glæra stóra plastpoka við hlið grá- og blátunnum en búast búast má við einhverjum seinkunum fram á nýja árið.

Þakkir fyrir sýndan skilning og fyrir að moka vel og vandlega frá sorpgeymslunum.

Upplýsingar um sorphirðu eftir hverfum er að finna HÉR

Ábendingagátt