SORPU-appið auðveldar lífið

Fréttir

Nýr vefur um flokkun úrgangs, gjaldskyldu og starfsstöðvar SORPU opnar í dag. Markmiðið með vefnum er að koma enn betur til móts við þarfir notenda og gera upplýsingar um flokkun úrgangs, gjaldskyldu og starfsstöðvar SORPU aðgengilegri á rafrænu formi. 

Nýr
vefur um flokkun úrgangs, gjaldskyldu og starfsstöðvar SORPU opnar í dag!

Á hádegi opnar SORPA nýjan vef hver virkar í mismunandi
miðlum, s.s. tölvum, snjallsímum og spjaldtölvum. Markmiðið með vefnum er að
koma enn betur til móts við þarfir notenda og gera upplýsingar um flokkun
úrgangs, gjaldskyldu og starfsstöðvar SORPU aðgengilegri á rafrænu formi.
SORPU-appið upplýsir um flokkun úrgangs, starfsstöðvar SORPU og reglur um
gjaldskyldu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Með aðgengilegum upplýsingum um mismunandi úrgangsflokka,
s.s. hvert skal skila og gjaldskyldu, er þjónusta við starfsmenn og
viðskiptavini stóraukin. Aðgengilegri upplýsingar til viðskiptavina þýða m.a.
að auðveldara er að draga úr óflokkuðum úrgangi í orkutunnu og gám fyrir
almennan heimilisúrgang á endurvinnslustöðvum sem stuðlar að aukinni
endurnýtingu úrgangs og lægri sorpmeðhöndlunarkostnaði sveitarfélaga.

SORPU-appið er á heimasíðu SORPU, sorpa.is, eða á flokkid.sorpa.is.  Notendur slá inn
leitarorð og er þá beint inn í viðeigandi úrgangsflokk, geta skoðað hvert hægt
er að skila mismunandi flokkum og séð staðsetningu grenndarstöðva og
starfsstöðva á korti. Skoða má yfirlitsmyndir af endurvinnslustöðvum sex og sjá
hvar tiltekinn úrgangsflokk er að finna innan stöðvanna.

SORPU-appið er í stöðugri þróun og allar ábendingar hjálpa SORPU að gera vefinn betri og notendavænni.  Allar ábendingar eru vel þegnar í
gegnum ábendingakerfi SORPU

Ábendingagátt