Sprengingar vegna vinnu við Háabakka

Fréttir

Framkvæmdir eru hafnar af fullum krafti við byggingu Háabakka í Hafnarfjarðarhöfn, en þessi nýi stálþilsbakki sem verður um 110 metra langur mun liggja milli enda Suðurbakka og Óseyrarbryggju framan við Fornubúðir. 

Framkvæmdir eru hafnar af
fullum krafti við byggingu Háabakka í Hafnarfjarðarhöfn, en þessi nýi
stálþilsbakki sem verður um 110 metra langur mun liggja milli enda Suðurbakka
og Óseyrarbryggju framan við Fornubúðir.
Ráðgert er að þessi bakki verði aðalviðlegustaður rannsóknarskipa
Hafrannsóknarstofnunar sem mun flytja starfsemi sína að Suðurhöfninni á síðari
hluta þessa árs.

Til undirbúnings fyrir
niðurrekstur stálþilsins þarf að sprengja skurð í sjávarbotninn og var fyrsta
sprenging í dag. Vænta má að sprengja
þurfi í skurðstæðinu 4-5 sinnum í viðbót á næstu tveimur vikum. 

ATH! Næsta sprenging verður föstudaginn 15. febrúar milli 13-13:30.
Áður en sprenging fer fram er gefið
hljóðmerki í þrígang fólki til viðvörunar. 

Það er verktakafyrirtækið Hagtak sem sér um framkvæmdir við Háabakka
fyrir Hafnarfjarðarhöfn en ráðgert er að búið verði að reka niður stálþilið í
aprílmánuði og frágangur við hafnarbakka og yfirborð að fullu lokið á komandi
hausti.

Ábendingagátt