Staða mála á Sólvangi

Fréttir

Nýtt og glæsilegt 60 rýma hjúkrunarheimili á Sólvangi í Hafnarfirði var opnað formlega þann 17. júlí síðastliðinn. Nú er kominn rétt um mánuður síðan íbúar á gamla Sólvangi fluttu yfir á þann nýja og ekki annað að sjá en að þeim líki vel nýja búsetan enda aðstaða og þjónusta til fyrirmyndar og útsýnið fallegt. Sóltún öldrunarþjónusta ehf. annast rekstur þeirrar starfsemi sem fram fer í húsinu í dag.

Nýtt og glæsilegt 60
rýma hjúkrunarheimili á Sólvangi í Hafnarfirði var opnað formlega þann 17. júlí
síðastliðinn. Nú er kominn rétt um mánuður síðan íbúar á gamla Sólvangi fluttu
yfir á þann nýja og ekki annað að sjá en að þeim líki vel nýja búsetan enda aðstaða og þjónusta til fyrirmyndar og útsýnið fallegt. Sóltún öldrunarþjónusta ehf. annast rekstur starfseminnar sem fram fer í húsinu í dag.

  • 60 íbúar eiga nú heima á nýja Sólvangi
  • 14 dagdvalarrými fyrir aldraða eru áfram á 1.
    hæð gamla Sólvangs
  • 12 dagdvalarrými fyrir heilabilaða munu opna á
    næstu mánuðum á 1. hæð gamla Sólvangs
  • 38 biðrými eru nú á 2. og 3. hæð gamla Sólvangs
  • Til framtíðar munu 33 ný hjúkrunarrými líta
    dagsins ljós á gamla Sólvangi
  • Sjúkraþjálfun er nú á jarðhæð á nýja Sólvangi


Neðsta hæðin í gamla
Sólvangi

Á neðstu hæðinni í gamla Sólvangi eru áfram 14 dagdvalarrými
fyrir aldraða og stendur til að 12 dagdvalarrými fyrir heilabilaða verði opnuð
þar á næstu mánuðum. Hafnarfjarðarbær fékk rekstrarheimild fyrir þessum 12 nýju
dagdvalarrýmum sama daga og nýtt hjúkrunarheimili var opnað í sumar. Þá lá ekki
fyrir hvar hjúkrunarrýmin yrðu hýst en ákvörðun hefur verið tekin um að breyta
og bæta fyrstu hæðina í gamla Sólvangi fyrir þessi sérhæfðu rými. Alzheimersamtökin
hafa verið faglegur bakhjarli Hafnarfjarðarbæjar í mörkun á þjónustu og í ferlinu
öllu og eru meðal annars uppi hugmyndir um sveigjanlegri þjónustu og víðari
opnunartíma en verið hefur. Í Hafnarfirði hefur verið rekin sértæk dagdvöl
fyrir fólk með heilabilun frá árinu 2006 í Drafnarhúsi og eru þar 22
einstaklingar í dag í sérhæfðri þjónustu og þjálfun. Sérhæfð dagdvalarrými
fyrir heilabilaða verða samtals 34 í bæjarfélaginu eftir að þjónustan á 1. hæð
gamla Sólvangs hefur tekið til starfa.

Aðrar hæðir í gamla
Sólvangi

Til framtíðar stendur til að fara í endurbætur á gamla
Sólvangi þannig að koma megi upp 33 hjúkrunarrýmum til viðbótar við þau 60 rými
í nýja Sólvangi sem þegar eru fullnýtt. Hafnarfjarðarbær hefur þegar fengið
heimild fyrir þessum rýmum frá heilbrigðisráðuneyti enda fellur hugmyndin vel
að áformum stjórnvalda um stórfellda uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023.
Framkvæmdir fyrir þessi 33 hjúkrunarrými
á gamla Sólvangi fara í fyrsta lagi af stað sumarið 2020 þar sem hæðirnar tvær
eru í dag nýttar sem biðrými fyrir 38 einstaklinga sem bíða þess að komast inn
á nýtt hjúkrunarheimili við Sléttuveg í Fossvogi í Reykjavík.

Framtíðarsýnin er sú að Sólvangur verði heildræn
þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara í Hafnarfirði með fjölbreyttri faglegri
þjónustu og þjálfun. 

Ábendingagátt