Staða skólastjóra í Hamranesskóla laus til umsóknar

Tilkynningar

Staða skólastjóra Harmanesskóla er laus til umsóknar. Leitað er að öflugum leiðtoga sem hefur hæfni til að mynda samhenta liðsheild og þróa jákvæðan skólabrag. F resturinn er til 1. júlí.

Auglýst eftir skólastjóra

Staða skólastjóra Hamranesskóla í Hafnarfirði er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. nóvember næstkomandi.

Í Hamranesi í Hafnarfirði mun rísa heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til 16 ára. Skólinn er byggður samkvæmt metnaðarfullri hugmyndafræði og býður uppá spennandi tækifæri til nýbreytni í skólastarfi. Í skólanum er gert ráð fyrir frístundaheimili og félagsmiðstöð ásamt útbúi frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Leitað er að öflugum leiðtoga sem hefur hæfni til að mynda samhenta liðsheild og þróa jákvæðan skólabrag sem stuðlar að vellíðan, samvinnu, fjölbreytileika og sköpun í samræmi við menntastefnu Hafnarfjarðar.

Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir árangursdrifinn og hugmyndaríkan einstakling til að byggja upp eftirsóknarverðan vinnustað og leiða uppbyggingu og mótun skólastarfs frá grunni.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí.

Er þetta starf fyrir þig? Endilega kynntu þér starfið, hæfini og ábyrgð hér.

 

Ábendingagátt