Staðan á mörgum og ólíkum framkvæmdum í bænum

Fréttir

Vaxandi sveitarfélagi eins og Hafnarfirði fylgir fjöldi framkvæmda af mismunandi stærðargráðum, víða um bæjarlandið. Covid hefur sem betur fer ekki tafið framkvæmdir neitt að ráði og allt kapp lagt á að halda framkvæmdum á áætlun og jafnvel hefur verið gefið í ef eitthvað er. Tvöföldun Reykjanesbrautar er mögulega sýnilegasta framkvæmdin.  

Vaxandi sveitarfélagi eins og Hafnarfirði fylgir fjöldi framkvæmda af mismunandi stærðargráðum, víða um bæjarlandið. Covid hefur sem betur fer ekki tafið framkvæmdir neitt að ráði og allt kapp lagt á að halda framkvæmdum á áætlun og jafnvel hefur verið gefið í ef eitthvað er. 

Bæjarblaðið Hafnfirðingur kynnti sér stöðu helstu framkvæmda innan sveitarfélagsins hjá Helgu Stefánsdóttur forstöðumanni og Sigurði Haraldssyni sviðsstjóra hjá umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðarbæjar. 

Tvöföldun Reykjanesbrautar mögulega sýnilegasta framkvæmdin 

Verkefni Hafnarfjarðarbæjar eru misstór og sum þeirra þarf að bjóða út á Evrópska efnahagssvæðinu. „Við erum að vinna í takti við fjárhagsáætlun 2020 með auka fjármagni sem var bætt við í vor vegna Covid aðgerðaráætlunarinnar,“ segir Helga. Tvöföldun Reykjanesbrautar sé mögulega sýnilegasta framkvæmdin, því margir aka hana og hún mun hafa mikil áhrif á samgöngur í gegnum bæinn. „Covid hefur t.a.m. ekki tafið þær aðgerðir því mun færri ferðamenn aka þar um en oft áður sem leiðir þá af sér minni umferðarþunga og tafir. Svo eru margir íbúar ánægðir vegna hljóðvarnanna sem eru komnar meðfram brautinni.“ Helga og Sigurður eru sammála um það að bæjarbúar hafi sýnt framkvæmdum í bænum mikla þolinmæði og þau vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti vegna þess. 

Helstu verkefnin á árinu eru eftirfarandi:

Ásvallabraut: Verið er að leggja nýjan veg yfir Ásfjall sem mun tengir saman Velli og Kaldárselsveg. Unnið er við vegagerð og lagningu lagna. Verklok eru áætluð 1. okt 2021. 

https://www.youtube.com/watch?v=2FV23ocN5uY

Reykjanesbraut: Verið er að klára tvöföldun á milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar ásamt því að bæta gönguþveranir yfir brautina. Verklok verða seint á þessu ári. 

Fr2Reykjanesbraut árið 2018. Mynd/OBÞ

Fr3

Reykjanesbraut 26. október sl. Mynd/Guðmundur Fylkisson.

Vallaræsi: Vallaræsi, hluti af fráveitukerfi bæjarins, mun taka við skólpi frá hluta af Vallahverfi auk Skarðshlíðar, Hamraness og hluta af hverfum í Áslandi og Vatnshlíð. Áætluð verklok eru 30. október 2021. Reikna má með sprengingum og fleygunum eitthvað fram eftir vetri, jarðvinna klárist fyrir vorið og yfirborðsfrágangur næsta sumar.

Fr4Yfirlitsmynd vegna framkvæmda við Vallaræsi.

Norðurbakki: Undanfari frekari uppbyggingar og fullnaðarframkvæmda á Norðurbakka. Í fyrsta áfanga af fjórum á haustmánuðum 2020 verður grjótvörn sett á bakkann. Aðrir áfangar fela í sér grjótvörn á Norðurgarð (sumar 2021), endurbyggingu Norðurgarðs og frágang á yfirborði Norðurbakka.

Fr5Norðurbakkinn á að verða ein af náttúruperlum Hafnarfjarðar. Mynd/Hafnarfjarðarbær

Skarðshlíð: Þessa dagana er verið að vinna við gerð gönguleiða á hluta svæðisins eða við Hádegisskarð að Hraunskarði. Um er að ræða fyrsta áfanga svæðisins.

Fr6Skarðshlíðarhverfið í júlí. Það hefur heldur betur orðið mikil uppbygging þarna síðan þá. Mynd/Guðmundur Fylkisson

Hamranes: Verið er að hefja vinnu við gatnagerð og lagnir í Hamranesi sem er nýjasta byggingarhverfi bæjarins. Um er að ræða fyrsta áfanga og eru verklok áætluð næsta sumar.

Fr7Teikning af Hamraneshverfinu/ONNO ehf.

Fr8Hamranes 10. nóvember. Mynd/Guðmundur Fylkisson.

Suðurbæjarlaug: Unnið er að gagngerðri endurnýjun á þaki og mun verkinu ljúka fyrir jólin 

Fr9Þak húss Suðurbæjarlaugar er í gagngerðri endurnýjun. Mynd/Eva Ágústa Aradóttir

St. Jó: Unnið hefur verið að steypuviðgerðum í sumar og þessa dagana er verið að klára að mála húsið að utan, helluleggja fyrir utan sem og laga inngang inn í húsið frá Suðurgötu. Einnig verður settur upp brunastigi á suðurhlið hússins. Verklok á þessum þáttum verður fyrir jól.

Fr10Hluti af St. Jó síðsumars. Mynd/aðsend

Sólvangur: Jarðhæð eldri Sólvangs var tekin í gegn og útbúin aðstaða fyrir almenna dagdvöl, sérhæfða dagdvöl og eldhús og tengd aðstaða endurgerð. Framkvæmdum er að mestu lokið.

Fr11Gamli Sólvangur. Mynd/já.is

Skarðshlíðarskóli: Þriðji áfangi skólans er að klárast, kennaraálma, kennslustofur og íþróttahús. Verktaki er að ljúka sinni vinnu, en um er að ræða lokaáfanga skólans. Alls eru þetta 9000 fermetrar. Í skólanum eru leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli og íþróttahús.

Fr12Skarðshlíðarskóli stækkar og stækkar. Mynd/aðsend

Búsetukjarnar: Verið er að reisa nýjan búsetukjarna við Öldugötu fyrir sex einstaklinga og samhliða leggst af búsetukjarni í Einibergi, þar eru einstaklingar í herbergjabúsetu. Verklok eru áætluð í maí 2021. Nýr búsetukjarni var opnaður að Arnarhrauni 50 um mitt sumar 2020 og eru 4 af 6 íbúum fluttir inn. 

Fr16Grunnurinn að búsetukjarnanum við Öldugötu fyrir ári. Mynd/Guðmundur Fylkisson

Viðtal við Helgu og Sigurð birtist í Hafnfirðingi 10. nóvember 2020   

Ábendingagátt