Staðfesting á skólaskráningu 1.bekkinga haustið 2017

Fréttir

Foreldrar barna sem hefja grunnskólagöngu sína eru vinsamlega beðnir um að staðfesta skráningu í ákveðinn grunnskóla rafrænt í gegnum Mínar síður eigi síðar en 31. mars næstkomandi. 

Foreldrar barna sem hefja grunnskólagöngu sína í haust fengu bréf heim fyrir helgi þar sem þeir eru vinsamlega beðnir um að staðfesta skráningu í ákveðinn grunnskóla rafrænt í gegnum MÍNAR SÍÐUR og veita samhliða allar viðeigandi upplýsingar um netföng, símanúmer og fleira. Skráning þarf að eiga sér stað eigi síðar en 31. mars næstkomandi. 

Heimasíða hvers grunnskóla fyrir sig gefur góðar upplýsingar um starf og áherslur skólans. Við hvetjum foreldra til að líta á síðu skólans með barninu sínu – sjá yfirlit yfir alla grunnskóla Hafnarfjarðar HÉR. Einnig má hafa samband við skólann og fá að koma í heimsókn. Skólinn mun þegar nær dregur kynna foreldrum skólastarfið.

Sérstakt leikjanámskeið fyrir væntanlega 1. bekkinga verður haldið í skólanum frá og með 10. til 18. ágúst. Skráning á það fer einnig fram rafrænt á MÍNAR SÍÐUR

Skólasetning verður 22. ágúst en nánari tímasetning verður auglýst síðar.

Innritun í frístundaheimili, sem er ætlað nemendum í 1.-4. bekk eftir að daglegri kennslu lýkur og á skipulagsdögum grunnskólans innan skólaársins, fer fram rafrænt á MÍNUM SÍÐUM. Innritun hefst 20. maí nk. og stendur yfir til 1. júlí fyrir haustönn 2017.

Ábendingagátt