Ásfjall

Tilvalið er að ganga upp á Ásfjall en þar er gott útsýni yfir Hafnarfjörð og nágrannabyggðirnar að ógleymdum fjallahringnum umhverfis Faxaflóa. Á toppi fjallsins er hringsjá sem vísar á helstu fjöll og kennileiti í nágrenninu.

Til vesturs gengur Ásfjallsöxl fram úr fjallinu og endar í Grísanesi. Sunnan Ásfjalls liggur Bleikisteinsháls til vesturs og allt að Hamranesi. Austan við Ásfjall er Ásland og vestan þess liggur Ástjörn.

 

Ásfjallsvarða

Á fjallinu er einnig Ásfjallsvarða, stór hlaðin ferhyrnd varða. Hún var upphaflega hlaðin sem kennileiti af sjómönnum en var seinna endurhlaðin sem virki af breskum hermönnum í seinni heimsstyrjöldinni.

Ábendingagátt