Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Á þjónustukorti af bænum má nálgast skemmtilega gönguleið um álfaslóðir í Hafnarfirði sem Silja Gunnarsdóttir eigandi alfar.is tók saman.
Leiðin liggur frá Strandstígnum að Hafnarfjarðarkirkju, upp á Hamarinn um Flensborgartröppurnar og þaðan niður Öldugötu og fyrir aftan Menntasetrið við Lækinn. Þaðan er gengið inn Austurgötu í áttina að Hellisgerði og þaðan niður Vesturbraut að Norðurbakka á Strandstíginn aftur.
Við Strandstíginn er gott að setjast á bekk, loka augunum og anda að sér ferskum blæ hafsins. Þegar hugurinn hefur kyrrast, opnaðu augun og líttu eftir Marbendlinum í hafinu.
Steinninn sem stendur á milli kirkjunnar og safnaðarhússins var ekki fluttur þegar kirkjan var byggð árið 1914 því enginn vildi hætta á ófrið við hinar huldu verur sem þar bjuggu.
Á Hamrinum er fagurt útsýni yfir Hafnarfjörð og nágrenni. Á góðum degi sést til Snæfellsjökuls. Á Hamrinum er ung og kraftmikil orka, enda eru álfabörn þar oft að leik. Í Hamrinum býr einnig hefðarfólk hulduveranna. Að sögn sjáanda eru hýbýli þeirra skreytt með gullmunum og rauðum teppum.
Kona kom að orði við verkstjóra sem vann við byggingu skólans árið 1930. Hún bað hann að hætta að brjóta niður bergið við skólann. Ef þeir yrðu við bón hennar myndu álfarnir sjá til þess börn sem væru að leik í klettum í kring myndu ekki slasast.
Hellisgerði er hrauni prýddur skrúðgarður. Þar er tjörn með gosbrunni, fjölskrúðugt líf og gróður og kjörið umhverfi til fjölskylduskemmtunar. Hellisgerði býr einnig yfir djúpstæðri sögu og þar er stærsta byggð álfa, dverga og huldufólks. Í Hellisgerði er gott að koma, finna sér stað og hugleiða í léttri og jákvæðri orku sem í garðinum er. Hver veit nema skilaboð komi fá hulduverum í gegn um hugleiðsluna.
Í þessum steini býr álfakona og unglingssynir hennar tveir. Þegar húsið var byggt var ekki hróflað við heimili þeirra, því þau vildu ekki flytja.
Í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar fæst huliðsheimakort þar sem byggðir huliðsvætta í Hafnarfirði hafa verið skráðar eftir leiðsögn Erlu Stefánsdóttur sjáanda. Þar segir: „Hafnarfjörður er bær manna og hulduvera. Um leið og hægt er að skynja álfaverur í hverjum húsagarði er hraunið sérlega lifandi, með dvergum, jarðdvergum og allskyns álfaverum“. Tilvalið er að verða sér úti um huliðsheimakort og fara í leit að álfum og huldufólki.