Leikskólinn Arnarberg tók til starfa við Haukahraun 2 í Hafnarfirði í ágúst 2003 í rólegu of friðsælu hverfi en áður var hann starfræktur í tveimur húsum. Leikskólinn er fjögurra deilda með u.þ.b. áttatíu börn og um það bil tuttugu og fjórir starfsmenn.

Einkunnarorð leiksólans eru umburðarlyndi, samkennd og samvinna.

„Læsi er leikur“ eru einkunnarorð Arnarbergs, þau eru megin þráður starfsins hjá okkur. Við leggjum víðtæka merkingu í þessi orð, læsi á ekki einungis við lestur bóka heldur snýr það líka að því að lesa í líðan og velferð einstaklingsins, hreysti og umhverfi. Við leggjum áherslu á að við séum öll jöfn og eigum jafnan rétt, með því viljum við stuðla að umburðarlyndi, samkennd og samvinnu.

Leikurinn er meginnámsleið barnanna og ýtir undir þroska á svo mörgum sviðum, s.s. hreyfingu, notkun tungumálsins, félagsleg samskipti, tilfinningatengsl og sköpunarkraft.

Með þessa þætti að leiðarljósi erum við sannfærð um að við hjálpum börnunum okkar að verða sterkir og sjálfstæðir einstaklingar sem taka glaðir og öruggir á móti áskorunum lífsins.

Á Arnarbergi eru 84 börn á aldrinum 18 mánaða til sex ára á fjórar aldursblönduðum deildunum, á einni þeirra eru yngstu börnin.

Hamar

Klettur

Krókur

Reitur

Stjórnendur

Bjarney Kristín Hlöðversdóttir – Leikskólastjóri

Kristbjörg Helgadóttir – Aðstoðarleikskólastjóri

Berglind Kristín Long Bjarnadóttir – Sérkennslustjóri

Ragnheiður Gunnarsdóttir – Deildarstjóri á Hamri

Katrín Lilja Traustadóttir – Deildarstjóri á Kletti

Birna Dögg Sigurðardóttir – Deildarstjóri á Króki

Anna Björk Baldursdóttir – Deildarstjóri á Reit

Joanna Kleszczewska – Deildarstjóri Listastofu

Hrönn G. guðmundsdóttir

Erna Eiríksdóttir

Ábendingagátt