Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Ástjörn

Ástjörn er vogskorin uppistöðutjörn sem myndast hefur í kvos vestan undir Ásfjalli þegar Hellnahraun rann fyrir um 2000 árum og stíflaði afrennsli hennar til sjávar. Hægt er að ganga hringinn í kringum tjörnina.

Fjölbreytilegt lífríki

Lífríki tjarnarinnar er fjölbreytilegt og hér er kjörlendi margra fuglategunda því fæðuframboð í tjörninni er mikið. Sést hafa 44 tegundir fugla við tjörnina og ber mest á andfuglum, en mesta athygli verkur flórgoðinn. Ástjörn er að líkindum síðasti varpstaður flórgoðans á suðvestanverðu landinu. Tjörnin og nánasta umhverfi nýtur friðlýsingar vegna fjölskrúðugs fuglalífs og lífríkis. Göngustígur liggur umhverfis tjörnina en á varptíma fugla á tímabilinu 1. maí – 15. júlí má ekki ganga um svæðið.

Umhverfis tjörnina

Þar sem Ásbærinn gamli stóð áður er nú trjáreitur frá því þar var skógræktarstöð og liggur göngustígurinn umhverfis vatnið þar í gegn. Skammt vestan bæjarstæðisins milli Ásfjallsaxlar og Grísaness er Hádegisskarðið sem ferðalangar gengu áður um er þeir fóru Stórhöfðastíg og Hrauntungustíg til Krýsuvíkur eða Grindavíkur. Við norðvesturenda Ástjarnar eru Ásvellir, athafnasvæði íþróttafélagsins Hauka. Fólkvangurinn Ásfjall og umhverfi Ástjarnar var opnaður 10. maí 1997.

Ábendingagátt