Leikskólinn Bjarkalundur er staðsettur í Vallarhverfinu og tók leikskólinn til starfa 8. ágúst 2016. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli . Leikskólinn Bjarkalundur býður börnum öruggt og notalegt umhverfi þar sem samvinna, virðing og umhyggja er höfð að leiðarljósi.

Hér má finna hagnýtar upplýsingar eins og foreldrahandbók, dagatal og skólanámskrá leikskólans.

Leiðarljós leikskólans er samvinna, virðing og umhyggja.

Leikurinn er mikilvægur þáttur í námi og starfi skólans. Stöðvavinna, flæði og samvinna fléttast inn í leikinn og áhersla er á skapandi starf. Markvisst er unnið með snemmtæka íhlutun, málörvun, læsi, stærðfræði og vísindi, sem samtvinnast leiknum. Leikskólinn er nálægt stórbrotinni náttúru og er umhverfismennt einn af lykilþáttum skólans þar sem áhersla er lögð á daglega útiveru.
Eitt af einkennum okkar skóla er matstofa þar sem börnin borða allar máltíðir dagsins. Þar er lögð áhersla á heimilislegt umhverfi þar sem notalegt er að koma og borða matinn í rólegu umhverfi. Þar fá börnin tækifæri til þess að efla sig í sjálfshjálp þar sem þau fá tækifæri til þess að skammta sér sjálf á diskinn og velja sér hvar þau sitja.

Leikskólinn lítur til starfsaðferða Reggio Emilia, þar sem litið er á barnið sem hæfan einstakling með möguleika og getu til að efla eigin þekkingu. Til að vinna með hæfileika og styrkleika barnanna er áhersla á lýðræði, samræðu, sjálfsstyrkingu og þekkingaleit. Áhersla er lögð á að börnin fái verkefni sem hæfir þroska þeirra og aldri hverju sinni og að þau vinni innan svæði mögulegs þroska.
Áhersla er lögð á að umhverfið sé notalegt, skapandi og við hæfi barnahópsins hverju sinni en í Reggio er talað um að umhverfið sé þriðji kennarinn og vinnum við eftir því. Við erum svo lánsöm að geta verið með eigin Remidu, þar söfnum við saman ýmiskonar endurnýtanlegum efnivið sem unnið er með í sköpun og leik skólans.

Leikskólinn Bjarkalundur býður börnum öruggt og notalegt umhverfi þar sem samvinna, virðing og umhyggja er höfð að leiðarljósi.

Mosi

Mói

Hella

Hraun

Stjórnendur

Telma Ýr Friðriksdóttir-  Leikskólastjóri

Elísabet Karlsdóttir – Aðstoðarleikskólastjóri

Arnfríður Kristín Arnórsdóttir – Sérkennslustjóri

Sylvía Rut Jónasdóttir – Deildarstjóri Hella

Dominika Krasko – Deildarstjóri Hraun

Hildur Kathleen Harðardóttir – Deildarstjóri Mosi

Alexandra Hödd Harðardóttir – Deildarstjóri Mói

Helga Arnardóttir

Diljá Hvannberg

Sandra Lind Jónsdóttir

Regína Helga

Ábendingagátt