Dvergasteinn

Á grasflötinni milli Hafnarfjarðarkirkju og safnaðarheimilisins Strandbergs, Suðurgötumegin, er steinn sem kallast Dvergasteinn. Þegar kirkjan var byggð árið 1914 fékk hann að standa óhaggaður til að trufla ekki verndaröfl steinsins.

Dvergasteinn stendur í skjóli kirkjunnar rétt neðan Hamarsins og lætur lítið yfir sér. Steininn vill enginn hreyfa, því verði honum haggað munu hin huldu verndaröfl steinsins hefna sín. Við þennan stein stóð húsið Dvergasteinn þar sem Emil Jónsson fyrrum bæjarstjóri og ráðherra fæddist og ólst upp.

Ábendingagátt