Gamla bárujárnshúsabyggðin

Hafnarfjörður státar af stærstu samfelldu byggð bárujárnsklæddra timburhúsa á landinu. Talsvert er eftir af hinu upphaflega byggðamynstri bæjarins þar sem hús voru byggð á heppilegum stöðum í hrauninu en götur lagðar síðar.

Gönguleiðir

Tilvalið er að rölta um Vesturbæinn, heimsækja Austurgötuna og Hverfisgötu og upplifa húsin og umhverfið. Í Wappinu má finna sögugöngu um Austurgötuna þar sem er hægt að upplifa „gamla Hafnarfjörð“ á skemmtilegan hátt og fræðast um sögu og menningu bæjarins um leið.

Ábendingagátt