Gufuketilinn úr Coot

Togarinn Coot frá Aberdeen var keyptur til Hafnarfjarðar árið 1905 og var fyrsti togarinn sem Íslendingar eignuðust. Útgerð Coot endaði snögglega þegar hann strandaði við Keilisnes á Reykjanesi árið 1908.

Saga Coots varð þannig ekki löng, en engu að síður þýðingarmikil fyrir íslenskt þjóðarbú. Brak úr togaranum má enn finna á Keilisnesi. Gufuketill og stýri voru flutt til Hafnarfjarðar þar sem hvoru tveggja hefur staðið við horn Strandgötu og Vesturgötu, skammt frá Byggðasafninu, sem verðugur minnisvarði um þennan fyrsta togara landsins.

Ábendingagátt