Hafnarfjarðarbær hefur umsjón með Jólaþorpinu en Jólaþorpið er jólamarkaður að evrópskri fyrirmynd. Jólaþorpið hefur sett svip sinn á mannlífið í miðbæ Hafnarfjarðarinnar í rúm tuttugu ár. Þorpið hefur slegið í gegn og laðað gesti alls staðar frá. 

Opnunartími 

Jólaþorpið opnar föstudaginn 15. nóvember 2024.

  • Opið föstudaga fram að jólum frá kl. 17-20  
  • Opið laugardaga og sunnudaga frá 13-18 
  • Opið á Þorláksmessu frá kl. 13-21 

Upplýsingasími  

Starfsfólk Jólaþorpsins á vakt hverju sinni svarar í síma 664-5566. Hægt er að senda fyrirspurnir á jolathorp@hafnarfjordur.is 

Fjöldi bílastæða er í miðbæ Hafnarfjarðar. Ef ekki finnst stæði næst miðbænum má leggja víða og ganga, til dæmis: 

  • Tónlistarskólinn, 350 metrar
  • Íþróttahúsið við Strandgötu, 500 metrar
  • Menntasetrið við Lækinn, 500 metrar 
  • Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, 950 metrar

Snyrtingar fyrir gesti eru fyrir aftan Bæjarbíó. Almenningssalerni eru einnig á Bókasafni Hafnarfjarðar, í Byggðasafni Hafnarfjarðar, í Hafnarborg og á 2. Hæð í Verslunarmiðstöðinni Firði. 

Strandgatan (frá Lækjargötu að Reykjavíkurvegi) breytist í göngugötu og verður því lokuð fyrir umferð bíla á opnunartímum jólaþorpsins á eftirtöldum dögum og tímum til 23.desember 2024:

  • Alla föstudaga frá 15.nóvember – lokað frá 17-20
  • Allar helgar frá 15.nóvember – lokað frá 13-18
  • Á Þorláksmessu 23. desember – lokað frá 13-21
  • Bílastæðið við bókasafnið verður allt lokað frá 24.október til 5.janúar

Ruslatunnur eru víða á svæðinu ásamt söfnunartunnum fyrir dósir og flöskur – göngum vel um bæinn okkar á meðan Jólaþorpið er opið – sem og aðra daga.  

Hafnarfjarðarbær bendir þeim sem vilja fljúga dróna á 12. grein reglugerðar um starfrækslu fjarstýrðra loftfara. Fyrsta greinin segir að óheimilt er að fljúga fjarstýrðu loftfari yfir mannfjölda. 

 

Til að tryggja öryggi gesta jólaþorpsins hefur verið gerð áætlun fyrir alla aðila er koma að öryggismálum á svæðinu.  

Undirbúningshópur Jólaþorpsins hefur átt í góðu samstarfi við meðal annars fulltrúa slökkviliðs, sjúkraflutninga og lögreglu. Hugað hefur verið sérstaklega að skipulagi á svæðinu og hugsanlegum uppákomum, aðkomu lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla og annarra viðbragðsaðila sem og verkþætti og viðbrögð þeirra. 

Ábendingagátt