Hamarinn

Áður fyrr var þessi mikli klettur sem stendur fyrir miðjum fjarðarbotninum nefndur Hamarskotshamar eftir koti sem stóð þar sem Flensborgarskólinn er nú.

Hamarinn er hæstur austast og þar var hann stundum nefndur Austurhamar, en Vesturhamar þar sem hann gekk fram í sjó. Efni var sprengt úr Vesturhamrinum 1941–1948 og notað í uppfyllingu norðurgarðs hafnarinnar. Fyrir ofan Hamarinn eru Öldurnar og niður af Austurhamri er Brekkan með Brekkugötu og Suðurgötu. Svæðið fyrir neðan Vesturhamar kallaðist áður einu nafni Undirhamar.

Í klöppunum ofan á Hamrinum sjást jökulrispur, menjar ísaldarjökulsins. Víðsýnt er af Hamrinum. Þar er útsýnisskífa og í góðu skyggni má sjá allan fjallahringinn umhverfis Faxaflóa. Í Hamrinum eru sagðar búa álfaverur af „konungakyni”. Hamarinn var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1984.

Á leiðinni upp er hægt að komast að því hvað Flensborgartröppurnar eru margar og ágætt að fara nokkrar ferðir til þess að ná auka hreyfingu.

Ábendingagátt