Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hamarskotslækur, oft kallaður einfaldlega Lækurinn, rennur neðan Kinnahverfis, um Hörðuvelli og með Hamrinum. Þar er tilvalið að gefa öndunum brauð, en einstakt dýralíf og skemmtilegar gönguleiðir einkenna lækinn.
Lækurinn á upptök sín í tveimur kvíslum. Önnur þeirra kallast Kaplakrikalækur og rennur úr Urriðakotsvatni með suðurbrún Garðahrauns um Kaplakrika, síðan með Reykjanesbrautinni í vestanverðu Setbergshverfi og kallast þá Setbergslækur. Hin kvíslin kemur upp í Lækjarbotnum syðst í Stekkjarhrauni, rennur til norðurs með hrauninu og sameinast Setbergslæk í Þverlæk neðan Setbergsskóla og kallast eftir það Hamarskotslækur.
Lækurinn var stíflaður við Brekkuna undir Hamrinum þegar Jóhannes Reykdal trésmiður virkjaði hann til rafmagnsframleiðslu í 15 hús og reisti fyrstu rafstöðina á Íslandi til almenningsnota árið 1904. Síðar var Hörðuvallastíflan gerð ofar í læknum þar sem hús Frímúrarareglunnar stendur núna. Þar var stærri rafstöð byggð 1906 til að knýja trésmíðavélar Reykdals og lýsa upp húsin í bænum. Hörðuvallastöðin er talin elsta sjálfstæða rafmagnsstöðin á landinu. Við stífluna var einnig sett á laggirnar íshús sem nýtti ísinn á læknum áður en hraðfrystihúsin komu til sögunnar.