Heilög Barbara

Í steinbyrgi í Kapelluhrauni fannst líkneski heilagrar Barböru. Á lágum hraunhól gegnt álverinu við Straumsvík er hlaðið steinbyrgi sem lítið ber á. Þetta eru leifar kaþólskrar kapellu frá miðöldum og hafa þær verið friðlýstar sem fornminjar.

Við uppgröft 1950 fannst hér líkneski heilagrar Barböru, sem er verndardýrlingur ferðamanna og málmsmiða. Líkneskið er varðveitt á Þjóðminjasafninu, en afsteypa þess í stækkaðri mynd er í kapellunni. Skelltu þér í göngu og skoðaðu fornminjar.

Ábendingagátt