Heilsuleikskólinn Hamravellir er sex deilda leikskóli með 123 börn og er staðsettur innarlega á Völlunum. Hann býður börnunum upp á kærleiksríkt og öruggt umhverfi, þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín, hver á sinn hátt. Við venjum börnin við heilbrigðan lífstíl og vonum við að það muni fylgja þeim inn í fullorðinsárin. 

Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Heilsustefnunnar. Markmið leikskólans er að stuðla að heilsueflingu leikskólasamfélagsins með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. 

Öll börn ættu að alast upp við það að læra að virða heilsu sína og annarra sem ómetanleg verðmæti og grundvöll fyrir fullnægjandi lífi. Í Heilsuleikskólanum Hamravöllum er heilsuefling höfð að leiðarljósi í einu og öllu. 

Öll börn ættu að alast upp við það að læra að virða heilsu sína og annarra sem ómetanleg verðmæti og grundvöll fyrir fullnægjandi lífi. Markmið Heilsustefnunnar er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Hugmyndafræðin er sú að ef barn fær holla næringu og mikla hreyfingu, þá sprettur fram þörf til að skapa. Markmið Heilsustefnunnar er jafnframt að stuðla að heilsueflingu í leikskólasamfélaginu. 

Næring 

Hollt fæði er grunnur að almennri heilsu einstaklings s.s. líkamlegri og andlegri vellíðan, þroska, ónæmi og frammistöðu alla ævi. Í æsku er hollt fæði sérstaklega mikilvægt vegna þess að á þessu tímaskeiði fer fram mesti vöxtur og þroski ævinnar. Lögð skal áhersla á að börnin fái hollan og næringarríkan mat úr sem flestum fæðuflokkum og að notað sé sem minnst af harðri fitu, sykri og salti í matargerðinni. Leggja skal áherslu á að auka grænmetis- og ávaxtaneyslu barnanna og vatn skal vera aðgengilegt fyrir börn og starfsmenn. Við samsetningu matseðla skal tekið mið af markmiðum Lýðheilsustöðvar varðandi næringu barna og fá næringarráðgjafa til að fara yfir matseðla og næringarinnihald. 

Megináhersla er lögð á að: 

  • borða hollan og næringarríkan mat 
  • fjalla um mikilvægi fæðuhringsins 
  • börnin verði meðvituð um hollustu og óhollustu matar 
  • matarhefðir verði í hávegum hafðar 

Hreyfing 

Hreyfing stuðlar að líkamlegri og andlegri vellíðan, gleði, snerpu og þori. Umhverfið þarf að bjóða upp á möguleika bæði til gróf- og fínhreyfinga til að styrkja barnið líkamlega, andlega og félagslega úti og inni. Lögð skal áhersla á skipulagðar hreyfistundir að lágmarki einu sinni í viku. Markmiðið er að efla alhliða þroska barnsins og líkamsvitund. Sjálfsöruggt og ánægt barn á auðveldara með að leika sér og tileinka sér þekkingu. Markviss hreyfiþjálfun hefur einnig áhrif á málþroska og málskilning barna og þar með eykst félagsfærni og leikgleði sem eflir vináttubönd. 

Megináhersla er lögð á að: 

  • auka vitneskju um líkamann 
  • styrkja sjálfsmynd 
  • stuðla að betri hreyfifærni 
  • auðvelda samskipti 
  • læra hugtök 

Listsköpun 

Barn hefur mikla þörf fyrir að skapa og er að skapa allar stundir í leik sínum. Mikilvægt er að vinna með og/eða tengja saman fjölbreytt tjáningarform listsköpunar s.s. myndlist, tónlist og leiklist. Lögð skal áhersla á markvissa listsköpun frá tveggja ára aldri. Markmiðið er að viðhalda forvitni, sköpunargleði, efla sjálfstraust og ímyndunarafl barnanna. Sjálft sköpunarferlið skiptir meira máli en útkoman. Lögð skal áhersla á að börnin fái tækifæri til að prófa sig áfram með fjölbreyttan efnivið, geri tilraunir og þjálfi upp færni sem leiðir af sér að þau verði viss um eigin getu. 

Megináhersla er lögð á að: 

  • örva sköpunargleði
  • auka hugmyndaflug
  • kynnast mismunandi efniviði og handfjatla hann
  • skynja fegurð í umhverfinu

Stjórnendur

Hildur Arnar Bjargardóttir – leikskólastjóri

Helga Jakobsdóttir – aðstoðarleikskólastjóri

Linda Sveinsdóttir – sérkennslustjóri

María Svava Snæfells – deildarstjóri Hraunkoti

Kolbrún Þórey Hauksdóttir – deildarstjóri Hvannakoti

Linda Hrönn Levísdóttir – deildarstjóri Birkikoti

Svanhvít Erla Traustadóttir  -deildarstjóri Mosakoti

Gunnar Kristinn Þorgilsson – deildarstjóri Krummakoti

Pálína Sigurrós Samúelsdóttir  –deildarstjóri Kríukots

Erla Óskarsdóttir – fagstjóri lista

Vigdís Klara Aradóttir – fagstjóri tónlistar

Anna Soffía Lárusdóttir og Ingibjörg Þóra Þorsteinsdóttir – fagstjórar í útikennslu og íþróttum

Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson – yfirmaður eldhúss

Birkikot

Börnin eru fædd árið 2021 og 2022.

Hraunkot

Börnin eru fædd á árunum 2019 og 2020.

Hvannakot

Börnin eru fædd á árunum 2020 og 2021.

Mosakot

Börnin eru fædd á árunum 2021 og 2022.

Krummakot

Börnin eru fædd 2019

Kríukot

Börnin er fædd 2018

 

Foreldraráð

Gunnar Örn Friðriksson

Carolin Huehnken

Sara Hólm Hauksdóttir

Ágúst Arnar Þráinsson

Foreldrafélag

Ólöf Atladóttir

Hrafnhildur Ágústsdóttir

Atli Gunnar Gunnarsson

Hafdís Birna Guðmundsdóttir

Maríanna Sif Finnsdóttir Helland

Gunnar Kristinn Þorgilsson

Ábendingagátt