Helgafell

Helgafell er 340 metra hátt móbergsfjall skammt frá Kaldárseli suðaustur af Hafnarfirði. Fjallið er vinsæl fjallgönguleið og tiltölulega auðvelt uppgöngu að norðaustan, þó það sé annars klettótt og bratt. 

Útsýni

Gott útsýni er af fjallinu yfir Reykjanesið norðanvert og út á Faxaflóa. Vestan við Helgafell er Gullkistugjá, litlu sunnar er óbrunninn grashóll. Skúlatún er um miðja vegu milli Helgafells og Lönguhlíða. Norðan þess eru Valahnúkar, en þrír steinrunnir Valir sitja efst á hnúkunum og fylgjast með öllum sem þar fara um.

Aðkoma

Til að komast að Helgafelli þarf að keyra í átt að Kaldárseli í gegnum hesthúsabyggðina fyrir ofan Hafnarfjörð. Nýtt og glæsilegt bílastæði er í um 500 metra fjarlægð frá hinu gamla og geta því allir fengið stæði á góðum stað. Í fjallinu má finna fallegan hraunboga og er einnig er hægt að ganga þar í gegn.

Ábendingagátt