Hellisgerði er skrúðgarður Hafnarfjarðar

Hundrað ára Hellisgerði

Sannkallað jólaævintýraland í Hellisgerði, þessum aldargamla og gullfallega lystigarði í miðbæ Hafnarfjarðar. Við inngang frá Reykjavíkurvegi tekur fallegt rautt jólahjarta á móti gestum og gangandi og síðan tekur við ævintýraveröld ljósa og lystisemda. Ljósaseríur og ljósafígúrur gleðja augað og andann. Mikið af fólki leggur leið sína um garðinn á göngu sinni um jólabæinn auk þess sem sjá má fjölskyldur í nestisferð með kakó og jólakökur, börn við létt hraunklifur og hellaskoðun og skautandi á tjörninni sem liggur í botni garðsins. Einhverjir hafa verið í ævintýraferð og í leit að álfum og huldufólki enda segir sagan að þarna búi mikill fjöldi álfa og huldufólks.

Kaffihúsið í Hellisgerði

Kaffihúsið í Hellisgerði verður opið föstudaga frá kl. 17-20 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-20. Garðurinn sjálfur og kaffihúsið eru tilvalin fyrir einstaklinga, pör, vini, vinahópa, fjölskyldur, fjölskyldusamveru vinnustaða og fleira og fleira. Öll velkomin og einnig hægt að bóka kaffihúsið bæði á opnunartíma þess og utan opnunartíma í gegnum netfangið: ahansen@ahansen.is 

Ábendingagátt