Leikskólinn Hlíðarberg er í Setbergshverfi í Hafnarfirði og tók til starfa 25. mars 1993. Í leikskólanum dvelja að jafnaði 94 börn á aldrinum 1-6 ára og starfa 30 starfsmenn. Leikskólinn er með fimm deildir í tveim húsum. Þær heita Dvergahlíð, Hamrahlíð, Álfahlíð, Klettahlíð og Tröllahlíð. Leikskólinn er opin frá 7.30-16.30 og geta foreldrar valið mislangan dvalartíma. Leikskólaárið hefst í ágúst með aðlögun nýrra barna og því lýkur í júlí þegar sumarleyfi hefjast. Vegna sumarleyfa er lokað í 3 vikur í júlí. Leikskólinn er einnig lokaður sex virka daga vegna skipulagsdaga. Gefið er út leikskóladagatal í upphafi hvers skólaárs þar sem skipulagsdagar og hefðbundnir viðburðir koma fram og þeir menningarviðburðir sem leikskólinn tekur þátt í. Starfsáætlun og skólanámskrá gefa einnig upplýsingar um starfið í leikskólanum.

Einkunnarorð leikskólans eru Hreyfing , sköpun og vellíðan.

Fléttast þau inn í  alla starfs- og kennsluhætti leikskólans.  Við viljum að það sem einkenni starfið sé

  • að börn fái mörg tækifæri og möguleika til að hreyfa sig í skipulögðum hreyfistundum, frjálsum leik, útiveru, skógar og gönguferðum.
  • að vellíðan birtist í því að börnin eru róleg, sátt og yfirveguð við daglega iðju. Unnið er markvisst með næringu, hvíld og samskipti
  • að bjóða börnunum upp á frelsi til sköpunar og marga möguleika til tjáningar.

Leikurinn er aðal kennsluaðferðin í leikskólanum en könnunarleikur, könnunaraðferð og stöðvavinna eru þær kennsluaðferðir sem eru einnig  notaðar. Horft er til starfsaðferða Reggio Emilia hugmyndafræðinnar þar sem sköpun er grundvallarþáttur og endurnýtanlegur opin efniviður mikið notaður í sköpun og leik.

Sjá meira um hugmyndafræðina í skólanámskrá Hlíðarbergs

Álfahlíð

Dvergahlíð

Hamrahlíð

Klettahlíð

Tröllahlíð

 

Ólafía Guðmundsdóttir leikskólastjóri

Jóna Guðbjörg Ólafsdóttir aðstoðarleikskólastjóri

Ágústa María Jónsdóttir sérkennslustjóri

Sigríður Auðunsdóttir deildarstjóri á Álfahlíð

Kolbrún Þórey Hauksdóttir deildarstjóri á Klettahlíð

Edda Ýr Pimenta Glaeser deildarstjóri á Hamrahlíð

Særún Hrund Ragnarsdóttir deildarstjóri á Dvergahlíð

Elín Gíslína Steindórsdóttir deildarstjóri á Tröllahlíð

Agnes Gústafsdóttir

Rósa Sigurðardóttir

Lísbet Guðný Þórarinsdóttir

Ábendingagátt