Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Leikskólinn Hlíðarberg er í Setbergshverfi í Hafnarfirði og tók til starfa 25. mars 1993. Í leikskólanum dvelja að jafnaði 94 börn á aldrinum 1-6 ára og starfa 30 starfsmenn. Leikskólinn er með fimm deildir í tveim húsum. Þær heita Dvergahlíð, Hamrahlíð, Álfahlíð, Klettahlíð og Tröllahlíð. Leikskólinn er opin frá 7.30-16.30 og geta foreldrar valið mislangan dvalartíma. Leikskólaárið hefst í ágúst með aðlögun nýrra barna og því lýkur í júlí þegar sumarleyfi hefjast. Vegna sumarleyfa er lokað í 3 vikur í júlí. Leikskólinn er einnig lokaður sex virka daga vegna skipulagsdaga. Gefið er út leikskóladagatal í upphafi hvers skólaárs þar sem skipulagsdagar og hefðbundnir viðburðir koma fram og þeir menningarviðburðir sem leikskólinn tekur þátt í. Starfsáætlun og skólanámskrá gefa einnig upplýsingar um starfið í leikskólanum.
Fléttast þau inn í alla starfs- og kennsluhætti leikskólans. Við viljum að það sem einkenni starfið sé
Leikurinn er aðal kennsluaðferðin í leikskólanum en könnunarleikur, könnunaraðferð og stöðvavinna eru þær kennsluaðferðir sem eru einnig notaðar. Horft er til starfsaðferða Reggio Emilia hugmyndafræðinnar þar sem sköpun er grundvallarþáttur og endurnýtanlegur opin efniviður mikið notaður í sköpun og leik.
Sjá meira um hugmyndafræðina í skólanámskrá Hlíðarbergs
Ólafía Guðmundsdóttir leikskólastjóri
Jóna Guðbjörg Ólafsdóttir aðstoðarleikskólastjóri
Ágústa María Jónsdóttir sérkennslustjóri
Sigríður Auðunsdóttir deildarstjóri á Álfahlíð
Kolbrún Þórey Hauksdóttir deildarstjóri á Klettahlíð
Edda Ýr Pimenta Glaeser deildarstjóri á Hamrahlíð
Særún Hrund Ragnarsdóttir deildarstjóri á Dvergahlíð
Elín Gíslína Steindórsdóttir deildarstjóri á Tröllahlíð
Agnes Gústafsdóttir
Rósa Sigurðardóttir
Lísbet Guðný Þórarinsdóttir