Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Frá opnun Hlíðarenda hefur verið lagt mikið upp úr því að ganga vel um náttúruna og umhverfið og skapa aðstæður til þess að börnin fái notið þess frábæra nærumhverfis sem umlykur skólann. Það er lögð áherlsa á hreyfingu, lífsleikni og umhverfismennt. Frá árinu 2008 hefur skólinn verið Grænfánaskóli og dró nýjan Grænfána að húni í sjöunda sinn í maí 2024. Hreyfing fléttast inn í allt okkar starf í samverustundum, hópastarfi og frjálsum leik inni og úti. Með því að fullnægja hreyfiþörf barna stuðlum við að andlegri og likamlegri vellíðan. En Hlíðarendi leggur áherslu á vináttu og lífleikni til að efla alhliða þroska barnsins, samskipti, tjáningu og bera virðingu fyrir umhverfi sínu.
Í Hlíðarenda er grundvöllur uppeldisstarfsins kenndur við hugmyndafræði uppeldisfrömuðarins John Dewey sem lagði megináherslu á að virkja athafnaþörf barnsins og vekja áhuga þess. Helstu áhersluþættir í Hlíðarenda eru hreyfing, lífsleikni og umhverfismennt og fléttast þessir þættir allir saman við grunnþætti menntunar.
Hreyfing: Markmið með hreyfingu er að efla hreyfiþroska, sjálfstraust og skynjun barnsins á líkama sínum. Að fullnægja hreyfiþörf barnanna og stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan. Einnig að auka skilning á mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Hreyfing fléttast inn í allt okkar starf, í samverstundum, hópastarfi og frjálsum leik inni og úti. Skipulagðar hreyfistundir eru í sal leikskólans vikulega. Staðsetning leikskólans er þannig að stutt er í ósnortna náttúru og þar gefst einstakt tækifæri til fjölbreyttrar og krefjandi hreyfingar eins og að klifra, hoppa, hlaupa, gera jafnvægisæfingar og æfa sig að ganga í móa og í hrauni.
Lífsleikni: Lífsleikni fléttast inn í allt okkar starf með það að markmiði að: · Efla og stuðla að jafnvægi milli hinna ýmsu þroskaþátta barnsins þar sem siðgæðistilfinninga – og félagsþroski gegna lykilhlutverki. · Byggja upp sjálfsmynd einstaklingsins. · Efla hæfileikann til að tjá hugsanir sínar og skoðanir og þar með vera við stjórnvölinn í eigin lífi. · Efla hæfileikann til að taka ábyrgð á gerðum sínum og umhverfi. · Efla hæfileikann til að skilja og bregðast við á málefnalegan (lýðræðislegan) hátt, með því að taka þátt í margvíslegum samskiptum og ákvörðunum. · Efla hæfileikann til að geta sett sig í spor annarra, bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, virða reglur samfélagsins og sýna tillitsemi.
Umhverfismennt: Markmið umhverfismenntar í leikskólanum er að börnin læri að bera virðingu fyrir náttúrunni og tileinki sér góða umgengi við hana. Til þess að svo verði þarf að vekja áhuga barnanna á umhverfinu og náttúrunni. Starfsmenn nýta sér nánasta umhverfi leikskólans eins mikið og hægt er til að fara með nemendur í náms – og kynnisferðir. Leikskólinn býr að einstakri staðsetningu í útjaðri byggðar og mikilli nálægð við náttúrulegt umhverfi. Því eru fjölbreytt verkefni úti í náttúrunni hluti af upplifun barnanna á Hlíðarenda. Verkefni svo sem að sulla í læknum, fara út í skóg, tína ber, brölta í móum og hrauni, heimsækja hesta og svona mætti lengi telja. Endurvinnsla og flokkun eru mikilvægir þættir í umhverfismennt og í leikskólanum er lögð áhersla á að börnin kynnist þessum þáttum. Allt sorp sem til fellur innan leikskólans er flokkað. Lífrænn úrgangur fer í jarðvinnslugám til moltugerðar sem nýtt er sem næring fyrir gróður leikskólans. Notaður pappír sem til fellur í leikskólanum er endurunnin og er pappírsgerð einn af föstum liðum í leikskólastarfinu. Pappír og plast sem ekki nýtist í leikskólanum fer í endurvinnslu.
Yngstu börnin
2-6 ára börn
Bryndís Guðlaugsdóttir – Leikskólastjóri Fjóla Kristjánsdóttir – Aðstoðarleikskólastjóri Ásrún Sigrid Steindórsdóttir – Sérkennslustjóri og tengiliður farsældar Bryndís Ævarsdóttir – Deildarstjóri, Grenilundi Þórelfur Bragadóttir – Deildarstjóri, Reynilundi Sigrún Inga Reynisdóttir – Deildarstjóri, Furulundi
Kristín Grétarsdóttir – Deildarstjóri, Birkilundur
Ólína K.A. Kristjánsdóttir
Aníta Ómarsdóttir