Leikskólinn Hörðuvellir

Leikur,reynsla og þekking er leiðarljós Hörðuvalla

Á Hörðuvöllum njótum við lífsins og hvers einasta dags.  Leikurinn skiptir óendanlega miklu máli því í leiknum öðlast barn reynslu og af þaðan sprettur þekking. Á Hörðuvöllum komum við fram hvert við annað af virðingu og vingjarnleika og deilum saman gleði og sorg.

Það er stefna okkar að láta öllum líða vel og njóta fjölbreytileika mannlegs samfélags og hafa gaman saman.

Leikskólinn stendur á fallegum útsýnisstað í hjarta bæjarins. Umhverfis lóðina er Lækurinn og hraunið með fallegum lautum, sem kjörið er til vettvangsferða og náttúruskoðunar.

Leiðarljósin fléttast inn í alla starfs- og kennsluhætti skólans. Í þessu felst m.a. að frjálsa leiknum er gert hátt undir höfði, börnunum gefst kostur á að prófa sig áfram, gera mistök, byrja upp á nýtt og læra af reynslunni. Leikskólastarfið byggist jafnframt upp á jafnrétti, fjölbreytileika, samábyrgð, samstöðu og viðurkenningu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Í lýðræðislegu samfélagi Hörðuvalla þar sem réttindi allra í leikskólanum eru jafn mikilvæg nær leikurinn, námsleið leikskólabarnsins, að blómstra og þá er hægt að gleðjast og líða vel.

Hugmyndafræði Hörðuvalla byggir að mestu á eftirfarandi kenningum:

  • að barnið læri best í gegnum leik.
  • að barnið læri í gegnum eigin upplifanir.
  • að hvert barn sé einstakt.
  • að allir þurfi að þekkja eigin tilfinningar.
  • að mikilvægt sé að vera góður í samskiptum.
  • að geta látið sér lynda hvert við annað þrátt fyrir ólíkar skoðanir.

Stefnt er að því að frá Hörðuvöllum útskrifist börn sem beri virðingu fyrir umhverfi sínu og að börnin hafi sterkan grunn þess félagslega þroska sem þarf til að takast á við lífið. Mikil áhersla er lögð á að börnin læri að hlusta hvert á annað og beri virðingu fyrir skoðunum annarra og einnig að þau beri virðingu fyrir eigin skoðunum.

Sjá meira um hugmyndafræðina í skólanámskrá.

Hraun

Deild með  4-5 ára börn

Laut

Deild með  3-4 ára börn

Lækur

Deild fyrir yngstu börn leikskólans

Hamar

Deild með elstu börnunum þ.e. börn á síðasta ári í leikskólanum

 

Stjórnendur

Sverrir Jörstad- Leikskólastjóri

Jóna Elín Pétursdóttir – Aðstoðarleikskólastjóri

Margrét Bjarman – Sérkennslustjóri

Jóhanna Birna Gísladóttir – Deildarstjóri Hamri

Guðrún Mjöll Róbertsdóttir – Deildarstjóri Hrauni

Hulda Heiðrún Óladóttir – Deildarstjóri Laut

Aníta Erla Thorarensen – Deildarstjóri á Læk

 

 

Margrét Thelma Líndal Hallgrímsdóttir

Sóley Birgisdóttir

Ábendingagátt