Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Á Hörðuvöllum njótum við lífsins og hvers einasta dags. Leikurinn skiptir óendanlega miklu máli því í leiknum öðlast barn reynslu og af þaðan sprettur þekking. Á Hörðuvöllum komum við fram hvert við annað af virðingu og vingjarnleika og deilum saman gleði og sorg.
Það er stefna okkar að láta öllum líða vel og njóta fjölbreytileika mannlegs samfélags og hafa gaman saman.
Leikskólinn stendur á fallegum útsýnisstað í hjarta bæjarins. Umhverfis lóðina er Lækurinn og hraunið með fallegum lautum, sem kjörið er til vettvangsferða og náttúruskoðunar.
Leiðarljósin fléttast inn í alla starfs- og kennsluhætti skólans. Í þessu felst m.a. að frjálsa leiknum er gert hátt undir höfði, börnunum gefst kostur á að prófa sig áfram, gera mistök, byrja upp á nýtt og læra af reynslunni. Leikskólastarfið byggist jafnframt upp á jafnrétti, fjölbreytileika, samábyrgð, samstöðu og viðurkenningu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Í lýðræðislegu samfélagi Hörðuvalla þar sem réttindi allra í leikskólanum eru jafn mikilvæg nær leikurinn, námsleið leikskólabarnsins, að blómstra og þá er hægt að gleðjast og líða vel.
Hugmyndafræði Hörðuvalla byggir að mestu á eftirfarandi kenningum:
Stefnt er að því að frá Hörðuvöllum útskrifist börn sem beri virðingu fyrir umhverfi sínu og að börnin hafi sterkan grunn þess félagslega þroska sem þarf til að takast á við lífið. Mikil áhersla er lögð á að börnin læri að hlusta hvert á annað og beri virðingu fyrir skoðunum annarra og einnig að þau beri virðingu fyrir eigin skoðunum.
Sjá meira um hugmyndafræðina í skólanámskrá.
Deild með 4-5 ára börn
Deild með 3-4 ára börn
Deild fyrir yngstu börn leikskólans
Deild með elstu börnunum þ.e. börn á síðasta ári í leikskólanum
Sverrir Jörstad- Leikskólastjóri
Jóna Elín Pétursdóttir – Aðstoðarleikskólastjóri
Margrét Bjarman – Sérkennslustjóri
Jóhanna Birna Gísladóttir – Deildarstjóri Hamri
Guðrún Mjöll Róbertsdóttir – Deildarstjóri Hrauni
Hulda Heiðrún Óladóttir – Deildarstjóri Laut
Aníta Erla Thorarensen – Deildarstjóri á Læk
Margrét Thelma Líndal Hallgrímsdóttir
Sóley Birgisdóttir