Hraunvallaleikskóli hefur sex deildir og er staðsettur á Völlunum í Hafnarfirði þar sem stutt er í ósnortna náttúru. Mjög gott samstarf er við Hraunvallaskóla en leikskólinn er í sama húsnæði og grunnskólinn. Sem dæmi fer elsti árgangur leikskólans reglulega í heimsóknir í fyrsta bekk og tekur þátt í starfinu þar. Skólabókasafnið er samnýtt af báðum skólum og elstu börnin okkar borða hádegismat með nemendum í matsal grunnskólans.

Leiðarljós í starfi leikskólans eru virðing, jöfn tækifæri og fjölmenning

Leikskólinn vinnur eftir hugmyndafræði John Dewey og einkennist leikskólastarfið af fjölmenningu þar sem lögð er áhersla á að sýna öllum virðingu; einstaklingnum, óháð kynjum, menningu og uppruna, þannig að allir hafi jöfn tækifæri til náms.
Hraunvallaleikskóli vann að þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun síðastliðinn vetur og heldur það góða starf áfram hjá okkur. Í framhaldi af því erum við að innleiða vinnuferla sem kveðið er á um í nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Tengiliður við foreldra vegna farsældarlaganna er Gréta Ýr Jóngeirsdóttir sérkennslustjóri.
Hraunvallaleikskóli hefur dyggðir í hávegum í öllu starfi og eru einkunnarorð okkar „Vinátta, samvinna og ábyrgð“ – gullnar reglur sem gilda í öllum samskiptum starfsfólks, barna og foreldra og endurspeglast í öllu skólastarfinu. Það samrýmist vel dyggðunum okkar að í vetur munum við stíga fyrstu skrefin í að innleiða „Barnvænt samfélag“ en það byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og nýju farsældarlögunum. Í vetur stefnum við einnig að því að verða Heilsueflandi leikskóli sem er ákaflega spennandi verkefni.

Hagi

Holt

Hóll

Höfði

Norðurhlíð

Suðurhlíð

 

 

Stjórnendur

Guðbjörg Hjaltadóttir –  Leikskólastjóri

Þorhildur Sif Þórmundsdóttir – Aðstoðarleikskólastjóri

Margrét Jensína Þorvaldsdóttir – Aðstoðarleikskólastjóri

Gréta Ýr Jóngeirsdóttir – Sérkennslustjóri

Eva Karen Ómarsdóttir – Deildarstjóri Hagi

Auður Huld Gunnarsdóttir – Deildarstjóri Holt

Gunnþórunn Elísa Eyjólfsdóttir – Deildarstjóri Hóll

Kristjana Ósk Ægisdóttir – Deildarstjóri Höfði

Róberta Sól Bragadóttir – Deildarstjóri Norðurhlíð

Íris Róbertsdóttir – Deildarstjóri Suðurhlíð

Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir

Dagbjört Helga Daníelsdóttir

Sólveig Eirný Sveinsdóttir

Ábendingagátt