Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hvaleyrarvatn og umhverfi er eitt það fallegasta á höfuðborgarsvæðinu. Margar gönguleiðir eru á svæðinu og öllum er frjálst að veiða í vatninu.
Við Hvaleyrarvatn er kjörið útivistarsvæði og liggur göngustígur umhverfis vatnið auk annarra gönguleiða í nágrenninu. Í Wappinu má finna bæði núvitundargöngu við vatnið og gönguleið frá Stórhöfða að Hvaleyrarvatni.
Hvaleyrarvatn er skammt ofan við Hafnarfjörð í lítilli kvos sem er umlukin hæðardrögum á þrjá vegu: Vatnshlíð, Húshöfða og Selhöfða. Vestanvert við vatnið er Selhraun sem lokar fyrir afrennsli vatns úr kvosinni. Hér höfðu Hvaleyrarbændur í seli fyrr á öldum og sjást tóftir undir Selhöfða sem gætu verið af gömlu seli. Sagan segir að nykurinn í vatninu hafi orðið stúlku í selinu að bana og hafi það þá verið lagt niður.
Árið 1956 var Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar afhent 32 hektara land á Húshöfða norðaustan vatnsins til uppgræðslu. Síðan hefur félagið aukið ræktunarsvæði sitt til muna og unnið þarna mikið og gott starf eins og sjá má í skóginum þeirra, Höfðaskógi.