Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hvammur er 6 deilda leikskóli, sem stendur við Staðarhvamm 23 í Hafnarfirði. Skólinn er staðsettur neðan við St. Jósefskirkju sem stendur á Jófríðarstaðahól við Grænugrófarlæk rétt ofan við Suðurbæjarlaugina á skjólsælum stað í suðurbæ Hafnarfjarðar. Lóð leikskólans býður uppá mikla möguleika og er skemmtileg með brekkum og lautum.
Upphaflegt húsnæði leikskólans er frá árinu 1988 en var endurbætt árið 2003 og einni deild bætt við. Lausar kennslustofur komu við skólann 2008 og þar fer fram kennsla elstu barna leikskólans.
Leikskólinn Hvammur starfar í anda Hjallastefnunnar. Deildar skólans eru kynjaskiptar og efniviður leikskólans er opinn það er hefur fleiri en eina lausn. Áhersla er á vináttu og það að stunda jákvæð samskipti og jafnrétti. Hvammur varð forystuskóli í markvissri málörvun með áherslu á tvítyngi haustið 2006 og hefur unnið markvisst með málörvun allar götur síðan. Leikskólinn flaggar Grænfána, fyrsta fánann fengum við á 25 ára afmæli skólans 2013.
Nánar má kynna sér hugmyndafræði í stefnu Hvamms.
Deild fyrir drengi 2-3 ára
Deild fyrir drengi 3-4 ára
Deild fyrir drengi 5 ára
Deild fyrir stúlkur 2-3 ára
Deild fyrir stúlkur 3-4 ára
Deild fyrir stúlkur 5 ára
Ásta María Björnsdóttir – Leikskólastjóri
Guðrún Edda Bjarnadóttir – Aðstoðarskólastjóri
Ingveldur Thorarensen – Sérkennslustjóri
Aðalheiður Helgadóttir – Deildarstjóri á Hamarsborg
Valgerður Björnsdóttir – Deildarstjóri á Vitaborg
Ramune Pekarskyte – Deildarstjóri á Álfaborg
Guðfinna Björk Hallgrímsdóttir – Deildarstjóri á Tröllaborg
Aðalbjörg Gunnarsdóttir – Deildarstjóri á Skýjaborg
Unnur Karlsdóttir – Deildarstjóri á Sólborg
Ylfa Hafsteinsdóttir – Formaður Ásta Brá Hafsteinsdóttir – Varaformaður Halldóra Júlía Þorvaldsdóttir – Gjaldkeri
Iðunn Líf Gunnarsdóttir Yrsa Stelludóttir Alma Jónsdóttir