Hvammur er 6 deilda leikskóli, sem stendur við Staðarhvamm 23 í Hafnarfirði. Skólinn er staðsettur neðan við St. Josefskirkju sem stendur á Jófríðarstaðahól við Grænugrófarlæk rétt ofan við Suðurbæjarlaugina á skjólsælum stað í suðurbæ Hafnarfjarðar. Lóð leikskólans býður uppá mikla möguleika og er skemmtileg með brekkum og lautum.

Upphaflegt húsnæði leikskólans er frá árinu 1988 en var endurbætt árið 2003 og einni deild bætt við. Lausar kennslustofur komu við skólann 2008 og þar fer fram kennsla elstu barna leikskólans.

Einkunnarorð skólans eru: Jákvæð samskipti, Jafnrétti, vinátta.

Leikskólinn Hvammur starfar í anda Hjallastefnunnar. Deildar skólans eru kynjaskiptar og efniviður leikskólans er opinn það er hefur fleiri en eina lausn. Áhersla er á vináttu og það að stunda jákvæð samskipti og jafnrétti. Hvammur varð forystuskóli í markvissri málörvun með áherslu á tvítyngi haustið 2006 og hefur unnið markvisst með málörvun allar götur síðan. Leikskólinn flaggar Grænfána, fyrsta fánann fengum við á 25 ára afmæli skólans 2013.

Nánar má kynna sér hugmyndafræði í stefnu Hvamms.

Álfaborg

Hamarsborg

Skýjaborg

Sólborg

Tröllaborg

Vitaborg

 

Stjórnendur

Ásta María Björnsdóttir – Leikskólastjóri

Guðrún Edda Bjarnadóttir – Aðstoðarskólastjóri

Ingveldur Thorarensen – Sérkennslustjóri 

Aðalheiður Helgadóttir – Deildarstjóri á Hamarsborg

Valgerður Björnsdóttir – Deildarstjóri á Vitaborg

Ramune Pekarskyte – Deildarstjóri á Álfaborg

Guðfinna Björk Hallgrímsdóttir – Deildarstjóri á Tröllaborg

Aðalbjörg Gunnarsdóttir – Deildarstjóri á Skýjaborg

Unnur Karlsdóttir – Deildarstjóri á Sólborg

Alma Jónsdóttir

Iðunn Líf Gunnarsdóttir

Sigurbjörn Viðar Karlsson

Ábendingagátt