
Jólablað Hafnarfjarðar – einstök útgáfa
Jólablað Hafnarfjarðar er gefið út í sömu viku og Jólaþorpið opnar ár hvert og er dreift 72.500 eintökum á öllu heimili á höfuðborgarsvæðinu sem eru hluti af aldreifingu Morgunblaðsins. Jólablaðið hefur þann tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, gestum og gangandi, og varpa ljósi á hlýleikann og fjölbreytileikann sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í Hafnarfirði. Í blaðinu er að finna upplýsingar um einstaka staði, sérstöðu bæjarins, nýjungar og nýsköpun, menningu og listir, fólkið sem bæinn byggir, gómsætar uppskriftir og skemmtidagskrá allar helgar fram að jólum.
Gefið út í 72.500 eintökum
Jólablaðið er aðgengilegt í Fjarðarkaupum, Firði verslunarmiðstöð, þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Byggðasafni Hafnarfjarðar og í sundlaugum bæjarins.
Jólablað Hafnarfjarðar 2024 – vefútgáfa:
Jólablað Hafnarfjarðar 2023 – vefútgáfa:
Jólablað Hafnarfjarðar 2022 – vefútgáfa: