
Jólaleiðin liggur um Hafnarfjörð
Hafnarfjörður breytist í sannkallaðan jólabæ í aðdraganda jóla þar sem fjölskyldur og vinahópar upplifa hlýlega og afslappaða jólastemningu. Hefð hefur skapast fyrir jólaleið sem liggur um hjarta Hafnarfjarðar og felur í sér bland í poka af upplifun, skemmtun, útivist, verslun, þjónustu, veitingum og heilum helling af frískandi hafnfirsku sjávarlofti. Aðventan er tími samveru og jólabærinn Hafnarfjörður fullkominn staður til að skapa fallegar og góðar minningar.
Við tökum hlýlega á móti þér og öllum þínum!
- Komdu í sund
- Komdu að upplifa söguna
- Komdu að upplifa listina
- Komdu út að ganga eða hjóla
- Komdu út að leika
- Komdu að lesa
- Komdu á skauta
- Komdu á landsins hlýlegasta jólamarkað!
- Komdu á tónleika!
- Komdu í leikhús
Skelltu þér á safn, í sund, í skógarferð með fjölskylduna, tónleika með vinahópnum, út að borða með makanum, á kaffihús með foreldrunum eða í alvöru kaupstaðarferð í hjarta Hafnarfjarðar. Skildu jólastressið eftir heima og komdu í heimsókn í huggulegasta heimabæ höfuðborgarsvæðisins. Mild jólaljós, ljúfir tónar, freistandi vörur, blómstrandi menning, óvæntar uppákomur og öðruvísi jóladagskrá. Fjölbreyttar og fallegar verslanir með áherslu á hönnun og veitingastaðir og kaffihús af bestu gerð þar sem njóta má á staðnum eða grípa dýrindis bakkelsi og njóta heima.