Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í Karmelklaustrinu við Ölduslóð eru pólskar nunnur. Í kapellu klaustursins eru daglegar messur og á aðventunni er þar jólajata sem öllum er velkomið að skoða. Klausturgarðurinn er yndislegur garður sem nunnurnar hafa gert meira og minna sjálfar.
Upphaf klaustursstarfs í Hafnarfirði má rekja til ársins 1929 en árið 1939 komu Karmelsystur frá Hollandi til að stofna nunnuklaustur í Hafnarfirði. Þar sem nú heitir Ölduslóð 13 hafði reglan fengið land undir klaustrið og hafið byggingu þess. Hollensku nunnurnar ráku klaustrið fram til ársins 1983 er þær síðustu yfirgáfu landið. Tæpu ári síðar komu þær pólsku Karmelnunnur sem nú eru í klaustrinu.
Í klausturgarðinum er yndislegur garður sem nunnurnar hafa gert meira og minna sjálfar. Í miðjum garðinum er Karmelfjall, en það fjall er í Palestínu og á þessu fjalli hófst búseta einsetumanna sem lifðu samkvæmt skipulagðri reglu sem var upphafið af reglunni eins og hún er í dag. Á 13. öld breiddist Karmelreglan út um alla Evrópu en karmel þýðir garður. Systurnar báru með sér hingað til lands nýjungar í grænmetisræktun og ræktuðu þær grænmetistegundir sem fáir Hafnfirðingar höfðu séð enda var á þeim árum aðallega ræktaðar kartöflur og rófur. Fyrir garðinn fékk Karmelklaustrið heiðurskjöld Snyrtileikans árið 2020.
Karmelnunnurnar helga líf sitt trúnni á Jesú Krist. Í kapellu klaustursins eru daglegar messur þar sem allir eru velkomnir. Nunnurnar taka einnig á móti óskum um fyrirbænir. Klaustrið rekur Klausturverslunina þar sem meðal annars er hægt að kaupa skrautskrifuð kerti og kort sem eru sívinsæl í fermingum og brúðkaupum.