Kleifarvatn

Kleifarvatn er stærsta stöðuvatn á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi (10 km²) og eitt af dýpstu vötnum landsins (97 m). Vatnið er mjög fallegt og vinsæll ferðastaður og tilvalið að skoða í ferð um Krýsuvík.

Vatnið hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli ofanfjarðar. Vatnsborðið sveiflast um allt að 4 metrum á tugum ára sem þótti mikill leyndardómur en það fylgir grunnvatnsyfirborði svæðisins. Töluverður jarðhiti er syðst í vatninu og einnig út af Innri stapa vestan við það. Eftir jarðskjálfta árið 2000 byrjaði vatnið að minnka og hefur minnkað um 20% síðan þá.

Félagar úr Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar fluttu bleikjuseiði í Kleifarvatn um 1960 og dafnar fiskurinn bærilega í vatninu. Nú er það öflugt veiðivatn með stóra urriða og vænar bleikjur. Besti veiðistaðurinn er syðst í vatninu þar sem heitt jarðvatn frá hverasvæðum sytrar út í vatnið.

Áður fyrr þóttust menn verða varir við ormaskrímsli í vatninu, svart að lit og á við meðal stórhveli að stærð.

Fræg skáldsaga ber nafn vatnsins, Kleifarvatn, áttunda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, eins vinsælasta glæpahöfundar Íslands. Skáldsagan fjallar meðal annars um beinagrind, sem fannst í vatninu þegar lækkaði í því í kjölfar jarðskjálfta.

Ábendingagátt