Kvöldstarf fyrir ungmenni með fötlun

Kvöldstarfið í Húsinu; Kletturinn, er félagsstarf fatlaðs ungs fólks á aldrinum 16+. Kletturinn er á Suðurgötu 14. Bæði er dag- og kvöldstarf. Opið er fyrir ungmenni að skóladegi loknum frá 13-16.30. Þá er starfið sambærilegt því sem flest þekkja í hefðbundnu frístundastarfi.

Kvöldstarf er í húsinu tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum, frá klukkan 18-22. Starfsemin er þá tvískipt. Annars vegar fyrir 16-20 ára og svo 20 ára og eldri. Sitthvor staður í húsinu, sitthvort starfsfólkið og ólík dagskrá fyrir hvorn hópinn.

Á Facebook-hóp kvöldstarfsins er hægt að sjá upplýsingar fyrir elsta hópinn, 20 ára og eldri, um dagskrána.Þá er hægt að finna upplýsingar á Instagram-síðu hópsins fyrir 16-20 ára.

Hvenær er Kvöldstarfið?

Kvöldstarfið er mánudaga og miðvikudaga frá 18 til 22. Starfið er frá ágúst til júní.

Hverjir mega mæta?

Öll áhugasöm 16 ára og eldri. Ekki þarf að skrá sig, bara mæta.

Þau sem þurfa aukinn stuðning þurfa að mæta með sína aðstoðarmanneskju.

Ábendingagátt