Kvöldstarf fyrir ungmenni með fötlun

Kvöldstarfið í Húsinu er tómstunda-starf fyrir ungmenni með fötlun (16–25 ára). Starfið er mótað að áhuga þeirra sem mæta og reynt er að tryggja að starfið sé fjölbreytt. Til dæmis er farið í sund, spilakvöld, ísbúð og haldin pítsu-partý. Áhersla er lögð á félagsleg tengsl og vináttuþjálfun.

Á Facebook-hóp Kvöldstarfsins er hægt að sjá upplýsingar um dagskrána.

Hvenær er Kvöldstarfið?

Kvöldstarfið er mánudaga og miðvikudaga frá 18 til 22. Starfið er frá ágúst til júní.

Hverjir mega mæta?

Allir sem eru 16 til 25 ára með fötlun. Það þarf ekki að skrá sig, bara mæta.

Þau sem þurfa aukinn stuðning þurfa að mæta með sína aðstoðarmanneskju.

Ábendingagátt