Hópastarf fyrir ungmenni með fötlun í 8. – 10. bekk

Hópastarfið er hugsað fyrir 13-16 ára ungmenni með fötlun sem þurfa á auknum félagslegum stuðning að halda og vilja komast í hóp þar sem þau fá tækifæri til að kynnast jafningjum sínum.

Markmið starfsins er að efla sjálfsmynd, félagsfærni og tengslamyndun í öruggu og hvetjandi umhverfi. Við verðum með fjölbreytta dagskrá sem miðar að því að styrkja þátttakendur á eigin forsendum.

Lögð verður áhersla á að ungmennin fái að hafa áhrif á dagskrá starfsins, koma sínum skoðunum á framfæri og undirbúa starfsemi hópastastarfsins.  

Hvernig sæki ég um

Það þarf að sækja um hópastarfið á þessari síðu og eftir að umsókn er send inn verður haft samband við forráðamann. Samtal við forráðamann og fulltrúa frá fjölskyldu og barnamálsviði ásamt starfsmanni Mosa tryggir að undirbúningur verði sem bestur og þátttakan verði sem ánægjulegust.

Hvenær og hvar

Hópastarfið byrjar 15. janúar og verður haldið í 6 vikur í senn. Hópurinn hittist einu sinni í viku klukkan 19:45 – 21:45 í Mosanum, félagsmiðstöðinni í Hraunvallaskóla.

Umsjón

Petra Hjartardóttir, þroskaþjálfi í Hraunvallaskóla sér um starfið ásamt starfsmönnum Mosans.  

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á Petru á netfangið petrah@hafnarfjordur.is eða á Arnbjörgu Mist, deildarstjóra tómstundamiðstöðvarinnar, á netfangið arnbjorga@hraunvallaskoli.is 

Ábendingagátt