Leikskólinn Smáralundur

Leikskólinn Smáralundur er fjögurra deilda leikskóli með sextíu og sjö nemendum. Smáralundur varð Heilsueflandi leikskóli árið 2016. Megin markmið með því að vera heilsueflandi leikskóli er að vinna markvisst að heilsueflingu og gera hana hluta af daglegu skólastarfi.

Síðastliðin fimm ár hefur skólinn unnið markvisst að því að innleiða núvitund í leikskólastarfið. Tilgangur þess er meðal annars að stuðla að aukinni einbeitingu, ró, betri sjálfsstjórn og meiri samkennd nemenda og starfsfólks.

Einkunnarorð Smáralundar eru hreyfing, hollusta og vellíðan

Skólinn horfir til kenningar Vygotsky um nám og félagslega hugsmíði ásamt kenningum um hlutverk vitrænnar togstreitu. Samkvæmt þeim kenningum er litið á nám sem félagslega athöfn þar sem samvinna við aðra einstaklinga gegnir lykilhlutverki (Vygotsky, 1978). Við viljum að barnið kynnist leik og leikgleði og öðlist færni í samskiptum við önnur börn og fullorðna. Eins er lögð áhersla á að skapa vinnuumhverfi sem býður upp á ánægju og hreysti, eflir gagnkvæma virðingu, sjálfstraust, samkennd og samstöðu allra á vinnustaðnum bæði fullorðinna og barna.

Hreyfing: Við leggjum áherslu á daglega hreyfingu og markvisst hreyfiuppeldi. Með því er lagður grunnur að líkamlegri, andlegri og félagslegri velferð til lífstíðar. Við eflum hreyfifærni og sköpum öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar.

Hollusta: Stuðlum að heilsusamlegu fæðuvali með, fræðslu og góðu framboði á fjölbreyttum mat.

Vellíðan birtist í að þau hafa trú á sjálfum sér og eigin getu og hafa jákvæða sjálfsvitund. Börn og foreldrar komi glöð í skólann og fari ánægð heim í lok dag

Hægt er að kynna sér frekar hugmyndafræði leiksólans í skólanámskrá.

Brekka

Holt

Lundur

Þúfa

 

Stjórnendur

Inga Fríða Tryggvadóttir –  Leikskólastjóri

Dadda Árnadóttir – Aðstoðarleikskólastjóri

Jóhanna Jensdóttir – Sérkennslustjóri og tengiliður farsældar barna

Hrefna Rún Gunnarsdóttir – Deildarstjóri Brekka 

Magnea L. Magnúsdóttir – Deildarstjóri Holt

Luiza Dabkiewicz – Deildarstjóri Lundi 

Þórunn Njálsdóttir – Deildarstjóri 

 

Thelma Hafþórsdóttir Byrd
Katrín Guðlaug Hákonardóttir
Guðni Þór Níelsson

Ábendingagátt