Strandstígur

Fallegt er að ganga meðfram höfninni og þar er hægt upplifa sögu bæjarins á hjóli eða fæti. Einnig er tilvalið að fara í fjöruferð hjá Hleinafólkvangi eða dorga við Flensborgarhöfnina eða Norðurbakkann. Það getur reynt á þolinmæðina en það er alltaf jafn skemmtilegt þegar fiskur bítur á!

Ljósmyndasýning

Byggðasafn Hafnarfjarðar er með ljósmyndasýningar á strandstígnum meðfram höfninni sem varpa ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði. Að lokinni göngu er líka tilvalið að kíkja á gluggana á Beggubúð þar sem fjölmargar gamlar dúkkur og önnur leikföng eru til sýnis í gluggaútstillingunni.

Hleinar

Hleinar voru friðlýstir sem fólkvangur árið 2009. Markmiðið er að vernda fjöru og útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi sem vaxið er náttúrulegum mosa- og lynggróðri. Á svæðinu eru líka menningarminjar eins og tóftir, fiskreitir, grjóthleðslur, gerði, garðar og vagnslóðar.

Kugelbake

Við strandstíginn má sjá fjögurra metra háa timbur-eftirgerð af „Kugelbake“, borgarmerki Cuxhaven í Þýskalandi sem hefur verið vinabær Hafnarfjarðar síðan 1988. Þýska borgin gaf Hafnarfjarðarbæ merkið árið 2013 í tilefni af 25 ára afmæli vinabæjarsamstarfsins. Frumgerðin er 30 metra hátt siglingamerki sem reist var árið 1703 við ströndina nyrst í Neðra Saxlandi þar sem áin Saxelfur (Elbe) rennur í Norðursjóinn.

Ábendingagátt