Straumur

Áin Straumur dregur líklega nafn sitt af sjávarstraumum við Straumshólma eða af neðanjarðarfljótinu sem rennur þar til sjávar frá Kaldárbotnum. Falleg gönguleið er um svæðið.

Svæðið umhverfis Straum kallast Hraun. Sjávarfalla gætir í ferskvatnstjörnunum í hrauninu sem eru einstök náttúrufyrirbæri. Þar voru um 12 býli og kot um síðustu aldamót sem eru öll farin í eyði. Húsið Straumur blasir við af Reykjanesbrautinni við Straumsvík. Þar var byggt um 1927 af Bjarna Bjarnasyni skólastjóra sem rak þar búskap en Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði húsið.

Straumur hefur verið lögbýli frá fornu fari og var kóngsjörð um aldir. Árið 1948 keypti Hafnarfjarðarbær hluta Straumsjarðarinnar en sjálft Straumsbúið 1986. Árið 2018 var Straumur seldur og er nú í einkaeigu.

Ábendingagátt