
Full vinnutímastytting (36 í stað 40 vinnustunda) hefur verið innleidd á öllum starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar og nær að sjálfsögðu einnig til alls starfsfólks tómstundamiðstöðva bæjarins. Unnið er eftir útfærslum sem henta starfseminni á hverjum stað og skerða hvorki þjónustu né gæði tómstundastarfsins. Starfsfólk semur um fyrirkomulag vinnutímastyttingunnar við stjórnendur á starfstað og er viðmiðið að fundin sé leið að styttingu sem hentar hverjum og einum. Styttingin er tekin út í hverjum mánuði.
Ert þú fyrirmyndin sem við leitum að? Sækja um starf