Skólinn stendur á Hvaleyrarholtinu í Hafnarfirði. Stutt er í náttúruna þar sem úfið hraunið er við túnfótinn og örstutt í fjöruna.
Alls dvelja að meðaltali 84 börn á aldrinum 18 mánaða til sex ára í leikskólanum.
Í Vesturkoti eru fjórar deildir. Þar sem umhverfi skólans er óvenju víðsýnt eru deildirnar nefndar eftir höfuðáttunum fjórum. Deildirnar Norðurholt og Austurholt eru staðsettar í norðausturhluta skólans og dvelja þar yngstu börn leikskólans eða til að verða þriggja ára. Í suðvesturhluta leikskólans eru deildirnar Suðurholt og Vesturholt og eru þar eldri börn leikskólans eða frá aldrinum þriggja til sex ára.

Einkunnarorð Vesturkots eru lífsgleði, leikni og leikur

Í einkunnarorðunum felst að lífsgleðin er höfð að leiðarljósi í skólastarfinu. Jafnframt eru börnin hvött til að tileinka sér það viðhorf til lífsins. Leiknin er þjálfuð í daglegu starfi með því að efla þroskaþætti barnanna á hvetjandi og glaðlegan hátt. Leikurinn er svo helsta kennslutækið til að þjálfa og miðla lífsgleði og leikni til barnanna. Það er lögð áhersla á lærdómssamfélagið í Vesturkoti en með því er litið á börn og starfsfólk sem samstarfsaðila. Þar heyrast allar raddir og sameiginlega eru teknar ákvarðanir sem stuðla að árangursríkara námi.

Norðurholt

2-3 ára

Suðurholt

3-4 ára

Austurholt

Þar dvelja yngstu börnin

Vesturholt

4-5 ára börn

Stjórnendur

Særún Þorláksdóttir-  Leikskólastjóri

Inga Þóra Ásdísardóttir – Aðstoðarleikskólastjóri

Karen Víðisdóttir – Sérkennslustjóri

Þóra Björk Ólafsdóttir – Deildarstjóri Norðuholt

Anna Karlsdóttir – Deildarstjóri Suðurholt

Hafdís Birna Guðmundsdóttir – Deildarstjóri Austurholt

Helga Lindberg Jónsdóttir – Deildarstjóri Vesturholt

Guðvarður Björgvin F Ólafsson

Ívar Daði Þorvaldsson

Páll Danielsson

Ábendingagátt